Starfsmönnum útflutningsfyrirtækisins Marel var gefið frí í vinnunni í dag til þess að fara á Austurvöll og mótmæla áformum stjórnvalda um að draga umsóknina um inngöngu Íslands í Evrópusambandið til baka.
Þetta staðfestir Auðbjörg Ólafsdóttir, talsmaður fyrirtækisins, í samtali við fréttavefinn Vísir.is í dag. Haft er eftir henni að öllum hafi verið frjálst að fara og mótmæla og enginn hafi verið tilneyddur. Öðru hafi ekki verið svarað.
Rifjað er upp að í samtali við kvöldfréttir Ríkissjónvarpsins í gær hafi Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels, gagnrýnt ákvörðun stjórnvalda harðlega og sagt hana slá eina raunhæfa kostinn út af borðinu í gjaldeyrismálum þjóðarinnar.