Marel veitti frí til að mótmæla

Frá mótmælunum í dag.
Frá mótmælunum í dag. mbl.is/Golli

Starfs­mönn­um út­flutn­ings­fyr­ir­tæk­is­ins Mar­el var gefið frí í vinn­unni í dag til þess að fara á Aust­ur­völl og mót­mæla áform­um stjórn­valda um að draga um­sókn­ina um inn­göngu Íslands í Evr­ópu­sam­bandið til baka.

Þetta staðfest­ir Auðbjörg Ólafs­dótt­ir, talsmaður fyr­ir­tæk­is­ins, í sam­tali við frétta­vef­inn Vís­ir.is í dag. Haft er eft­ir henni að öll­um hafi verið frjálst að fara og mót­mæla og eng­inn hafi verið til­neydd­ur. Öðru hafi ekki verið svarað.

Rifjað er upp að í sam­tali við kvöld­frétt­ir Rík­is­sjón­varps­ins í gær hafi Árni Odd­ur Þórðar­son, for­stjóri Mar­els, gagn­rýnt ákvörðun stjórn­valda harðlega og sagt hana slá eina raun­hæfa kost­inn út af borðinu í gjald­eyr­is­mál­um þjóðar­inn­ar.

mbl.is