Ríkisstjórnin harðlega gagnrýnd

Frá þingfundi í dag.
Frá þingfundi í dag.

Hörð gagn­rýni kom fram á rík­is­stjórn­ina við upp­haf þing­fund­ar í dag. Hver þingmaður­inn á fæt­ur öðrum úr þing­flokk­um stjórn­ar­and­stöðunn­ar kom í ræðustól og gerðu al­var­leg­ar at­huga­semd­ir við fram­lagn­ingu til­lögu ut­an­rík­is­ráðherra um að draga um­sókn Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu til baka. Einnig var það gagn­rýnt að til­lag­an hafi verið sett á dag­skrá þings­ins í dag, þrátt fyr­ir að for­seti hafi dregið það til baka.

Odd­ný G. Harðardótt­ir, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, gerði at­huga­semd við það að þings­álykt­un­ar­til­lögu ut­an­rík­is­ráðherra hafi verið dreift á föstu­dags­kvöld og þing­mönn­um til­kynnt um það með smá­skila­boðum. Þá hafi málið verið sett á dag­skrá í dag, á sama tíma og rætt sé um skýrslu hag­fræðistofn­unn­ar um stöðu viðræðna við Evr­ópu­sam­bandið. 

Katrín Júlí­us­dótt­ir, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði það fyr­ir neðan all­ar hell­ur, að þing­mönn­um væri ekki gef­inn kost­ur á að ræða um skýrsl­una áður en til­laga ut­an­rík­is­ráðherra er lögð fram og sett á dag­skrá.

Svandís Svavars­dótt­ir, þingmaður Vinstri grænna, sagði ljóst að ósk eft­ir skýrsl­unni hafi verið skrípaleik­ur og þingið og þjóðin hafi verið gerð að fífli. 

Ró­bert Mars­hall, þingmaður Bjartr­ar framtíðar, sagði að í þessu máli op­in­ber­ist hvers lags póli­tísk­ir hrygg­leys­ingj­ar skipi rík­is­stjórn­ina. Þeir þori ekki að fara með málið í þjóðar­at­kvæðagreiðslu. Það sé óhæfu­verk.

Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins og fjár­málaráðherra, benti á að þrír sól­ar­hring­ar hafi liðið frá því til­lag­an um um­sókn að ESB var lögð fram og þangað til umræða um hana hófst. Og þeir sem eru með dig­ur­barka­leg­ar yf­ir­lýs­ing­ar í dag séu þeir sem greiddu at­kvæði gegn þjóðar­at­kvæðagreiðslu þá.

Hann sagði jafn­framt að stjórn­ar­and­stæðan þori ekki að taka málið og dag­skrá og ræða það í þing­inu. Hún sé að þvæl­ast fyr­ir því að umræðan um fram­haldið verði rætt í þing­inu þar sem umræðan á heima.

Gunn­ar Bragi Sveins­son, ut­an­rík­is­ráðherra, kvartaði sjálf­ur yfir því að for­seti Alþing­is hefði tekið til­lög­un af dag­skránni skömmu áður en þing­fund­ur hófst. Hann óskaði eft­ir því að til­lag­an verði sett aft­ur á dag­skrá og mót­mælti ákvörðun for­seta. Þá sagði hann umræðuna um af­leiðing­ar á alþjóðavett­vangi, ef um­sókn­in verði dreg­in til baka, vera á sama veg og í Ices­a­ve-mál­inu, það væri sama hrak­spá­in.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina