Vilja framhaldið í dóm þjóðarinnar

AFP

Sam­tök­in Já Ísland hafa hafið und­ir­skrifta­söfn­un á net­inu þar sem skorað er á Alþingi að leggja fram­hald viðræðna við Evr­ópu­sam­bandið í dóm allra Íslend­inga. Söfn­un­in hófst kl. 22 í gær­kvöldi, sunnu­dag, og hafa nú rúm­lega 5.300 manns skrifað und­ir.

„Spurn­ing­in um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu er stærri og mik­il­væg­ari en svo að ein­stak­ir stjórn­mála­flokk­ar eða rík­is­stjórn­ir eigi að ráða svar­inu,“ seg­ir á und­ir­skrift­asíðunni, thjod.is.

„Alþingi ber að sýna þjóðinni þá virðingu að leggja fram­hald aðild­ar­viðræðna Íslands og Evr­ópu­sam­bands­ins í dóm allra Íslend­inga. Þess vegna er haf­in und­ir­skrifta­söfn­un hér þar sem skorað er á Alþingi að leita þjóðar­vilj­ans. Alþing­is­menn starfa í umboði okk­ar. Lát­um þá vita hvað við vilj­um og skrif­um und­ir.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina