Samþykkir ekki tillöguna óbreytta

Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.
Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Ómar Óskarsson

Þing­flokks­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, Ragn­heiður Rík­h­arðsdótt­ir, sagði á Alþingi í kvöld að hún gæti ekki stutt þings­álykt­un­ar­til­lögu Gunn­ars Braga Sveins­son­ar, ut­an­rík­is­ráðherra, um að draga til baka um­sókn Íslands um inn­göngu í Evr­ópu­sam­bands­ins óbreytta.

Þar svaraði Ragn­heiður fyr­ir­spurn frá Kristjáni L. Möller, þing­manni Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sem spurði hvort hún væri sátt við það sem fyrr­ver­andi vara­for­seti Alþing­is að í grein­ar­gerð með þings­álykt­un­ar­til­lög­unni væri gert að því skóna að ein­hverj­ir þing­menn hefðu greitt at­kvæði gegn sam­visku sinni þegar þeir samþykktu um­sókn um inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið sum­arið 2009 og hvort hún gæti samþykkt til­lög­una óbreytta. Ragn­heiður rifjaði upp að hún hefði verið ein af þeim þing­mönn­um sem hafi stutt um­sókn­ina á sín­um tíma. 

Ragn­heiður sagði í svari við fyr­ir­spurn frá Svandísi Svavars­dótt­ur, þing­flokks­for­manni Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs, að hún hefði sjálf gert ut­an­rík­is­ráðherra grein fyr­ir því að hún vildi að um­rætt orðalag yrði tekið úr greina­gerðinni. Sagðist hún enn­frem­ur vera hlynnt því að taka lengri tíma í að fara yfir málið. Þannig teldi hún rétt að bíða eft­ir skýrslu Alþjóðamála­stofn­un­ar Há­skóla Íslands sem stofn­un­in væri að vinna fyr­ir aðila vinnu­markaðar­ins um Evr­ópu­mál­in.

Þá sagðist Ragn­heiður aðspurð ekki hlynnt því að kosn­ingu um um­deild mál í lands­málapóli­tík­inni eins og Evr­ópu­sam­bandið yrði blandað sam­an við sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina