Orðalag vó að æru þingmanna

Evrópumálin hafa verið í brennidepli í umræðum á Alþingi. Hér …
Evrópumálin hafa verið í brennidepli í umræðum á Alþingi. Hér sjást mótmælendur á Austurvelli í gær. mbl.is/Golli

Þing­menn stjórn­ar­and­stöðunn­ar brugðust hart við í gær eft­ir að for­seti Alþing­is lýsti því yfir að þings­álykt­un­ar­til­laga ut­an­rík­is­ráðherra um að draga aðild­ar­um­sókn Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu til baka væri væri aft­ur á dag­skrá þings­ins. Stjórn­ar­andstaðan gerði sér­stak­ar at­huga­semd­ir við orðalag grein­ar­gerðar­inn­ar þar sem vegið væri að æru þing­manna.

Það var Árni Páll Árna­son, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sem krafðist þess að for­sæt­is­nefnd legði mat á þing­tæki til­lögu ut­an­rík­is­ráðherra. Ein­ar K. Guðfinns­son, for­seti Alþing­is, sagði við upp­haf þing­fund­ar í gær að eng­ir ann­mark­ar væru á til­lög­unni og var hún því aft­ur sett á dag­skrá, líkt og sjá má í meðfylgj­andi mynd­skeiði.


Þing­menn stjórn­ar­and­stöðunn­ar voru mjög ósátt­ir við þá niður­stöðu. Árni Páll sagði að í til­lög­unni væri vegið „að æru þing­manna sem greiddu at­kvæði með aðild­ar­um­sókn sum­arið 2009 og þeir eru marg­ir ekki hér til að svara ásök­un­um og áburði stjórn­ar­flokka í því efni.“ 


Fleiri þing­menn tóku í sama streng og vísuðu til orðalags í grein­ar­gerðinni þar sem seg­ir að leiða mætti að því rök að ekki hefði í raun verið til staðar meiri­hluta­vilji fyr­ir mál­inu held­ur „hafi þetta verið hluti af póli­tísku sam­komu­lagi þáver­andi stjórn­ar­flokka við mynd­un rík­is­stjórn­ar og at­kvæðagreiðslan því tæp­lega lýs­andi fyr­ir af­stöðu þing­manna.“

Katrín Júlí­us­dótt­ir, vara­formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sendi svo for­sæt­is­nefnd þings­ins bréf þar sem hún fór fram á að nefnd­in óskaði skýr­ing­ar rík­is­stjórn­ar­inn­ar á meint­um ávirðing­um í grein­ar­gerð með þings­álykt­un­ar­til­lög­unni.

 
Ut­an­rík­is­ráðherra sagðist í gær­kvöldi ætla að breyta grein­ar­gerðinni í sam­ræmi við at­huga­semd­ir stjórn­ar­and­stæðinga. 

Byrj­un grein­ar­gerðar­inn­ar um­deildu er eft­ir­far­andi: 

Með álykt­un Alþing­is sem samþykkt var 16. júlí 2009 var þáver­andi rík­is­stjórn falið að leggja inn um­sókn um aðild Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu og að lokn­um viðræðum við sam­bandið skyldi hald­in þjóðar­at­kvæðagreiðsla um vænt­an­leg­an aðild­ar­samn­ing. All­ar göt­ur síðan hef­ur það ferli sem hrundið var af stað með þess­ari þings­álykt­un sætt þungri gagn­rýni. Lang­ur veg­ur er frá því að um það hafi ríkt sú sátt og sá stuðning­ur sem al­mennt er tal­inn nauðsyn­leg­ur grund­völl­ur ferl­is af því tagi sem hér um ræðir. 

Miðað við það sem fram hef­ur komið í at­kvæðaskýr­ing­um, yf­ir­lýs­ing­um þing­manna og fleiri gögn­um má jafn­vel leiða að því rök að ekki hafi í raun verið til staðar meiri­hluta­vilji fyr­ir mál­inu held­ur hafi þetta verið hluti af póli­tísku sam­komu­lagi þáver­andi stjórn­ar­flokka við mynd­un rík­is­stjórn­ar og at­kvæðagreiðslan því tæp­lega lýs­andi fyr­ir af­stöðu þing­manna. Þá hef­ur lengi legið fyr­ir að meiri hluti ís­lensku þjóðar­inn­ar er á móti því að Ísland gang­ist und­ir skil­mála Evr­ópu­sam­bands­ins og ger­ist þannig meðlim­ur þess þótt vilji sé fyr­ir að kanna mögu­leika á aðild.“

mbl.is