Tæplega 29 þúsund undirskriftir

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Tæp­lega 29 þúsund manns hafa skrifað und­ir áskor­un til Alþing­is um að leyfa þjóðinni að kjósa um hvort halda eigi aðild­ar­viðræðum við Evr­ópu­sam­bandið áfram.

Um er að ræða 11,9% kosn­inga­bærra manna á Íslandi, að því er seg­ir á síðunni þar sem hægt er að skrifa und­ir.

Þing­fund­ur hefst klukk­an 15 í dag og verður þar áfram rætt um Evr­ópu­mál­in. Þing­fundi var slitið klukk­an 23:40 í gær­kvöld, tutt­ugu mín­út­um fyrr en áætlað var, sök­um þess að Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, þingmaður Vinstri-grænna, sem átti að fara að flytja ræðu, óskaði eft­ir að for­sæt­is­ráðherra og fjár­málaráðherra yrðu viðstadd­ir. Ekki var hægt að kalla þá út með svo stutt­um fyr­ir­vara.

Boðað hef­ur verið til mót­mæla á Aust­ur­velli klukk­an 17 í dag, þriðja dag­inn í röð, og á Face­book er fólk hvatt til að mæta með potta og pönn­ur, fána og skilti.

Þjóð.is

mbl.is

Bloggað um frétt­ina