Vilja að tillagan verði afturkölluð

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

„Þings­álykt­un­ar­til­laga ut­an­rík­is­ráðherra sem nú ligg­ur fyr­ir Alþingi geng­ur þvert á vilja full­trúa þorra fé­lags­manna aðild­ar­sam­taka á þingi ASÍ. Um leið er með þings­álykt­un­inni, yrði hún samþykkt, tek­inn út eini raun­hæfi kost­ur­inn til að taka hér upp gjald­miðil á næstu árum sem komið get­ur land­inu úr viðjum gjald­eyr­is­hafta og lagt grunn­inn að stöðug­leika og ný­sköp­un í at­vinnu­líf­inu til hags­bót­ar fyr­ir launa­fólk og all­an al­menn­ing.“

Þetta seg­ir í álykt­un frá miðstjórn Alþýðusam­bands Íslands. Enn­frem­ur seg­ir að málið sé sér­stak­lega al­var­legt í ljósi þess að ekki liggi fyr­ir nein áætl­un eða stefnu­mörk­un af hálfu rík­is­stjórn­ar­inn­ar í geng­is- og pen­inga­mál­um sem lagt geti slík­an grunn að stöðug­leika. Það sé mat miðstjórn­ar ASÍ að með þessu sé rík­is­stjórn­in að setja mark­mið aðila vinnu­markaðar­ins um nýj­an grunn að gerð kjara­samn­inga í upp­nám. Miðstjórn Alþýðusam­bands Íslands skori því á rík­is­stjórn­ina að draga þings­álykt­un­ar­til­lög­una til baka og efni þess í stað til mál­efna­legr­ar umræðu um raun­veru­lega val­kosti til framtíðar í geng­is- og pen­inga­mál­um.

„Stutt er í að Alþjóðamála­stofn­un skili aðilum vinnu­markaðar­ins skýrslu um stöðu aðild­ar­viðræðnanna við ESB sem vænt­an­lega legg­ur mik­il­væg­ar upp­lýs­ing­ar og sjón­ar­mið inn í þessa umræðu. Verði rík­is­stjórn­in ekki við áskor­un ASÍ um að draga þings­álykt­un­ar­til­lög­una til baka þá hvet­ur miðstjórn ASÍ þing­menn til að hafna þings­álykt­un­ar­til­lögu ut­an­rík­is­ráðherra og leyfa þjóðinni þess í stað að taka af­stöðu til áfram­hald­andi viðræðna við Evr­ópu­sam­bandið í þjóðar­at­kvæðagreiðslu.“

mbl.is