Samninganefndir framhaldsskólakennara og ríkisins funduðu með ríkissáttasemjara í gær en Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, vildi lítið gefa upp um gang viðræðnanna í gærkvöldi.
„Það sem ég vil segja er að samningaviðræður eru í gangi og það eru margir fundir í viku, með ákveðinni dagskrá, þannig að það er verið að tala saman og það er það sem ég vil segja,“ sagði hún.
Aðalheiður vildi ekki tjá sig um hvort eitthvað hefði þokast í samningsátt en sagði af hinu góða að það væru haldnir fundir og að menn töluðu saman.