Þingfundi ítrekað frestað

mbl.is/Hjörtur

Þing­fundi hef­ur ít­rekað verið frestað í kjöl­far þess að þing­flokks­for­menn funduðu með Ein­ari K. Guðfinns­syni, for­seta Alþing­is, í há­deg­inu. Þing­fund­ur átti að hefjast klukk­an 13:30 en var þá frestað til klukk­an 14:00. Þá var fundi frestað til 14:30 og nú síðast til­kynnti Ein­ar að þing­fundi yrði frestað til klukk­an þrjú.

Sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is standa yfir viðræður um fram­hald umræðu um skýrslu Hag­fræðistofn­un­ar Há­skóla Íslands um um­sókn­ina um inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið sem rædd hef­ur verið á Alþingi und­an­farna daga. Þegar þeirri umræðu er lokið mun Gunn­ar Bragi Sveins­son ut­an­rík­is­ráðherra mæla fyr­ir þings­álykt­un­ar­til­lögu sinni um að draga um­sókn­ina til baka.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina