Slitnaði upp úr makrílviðræðum

Fundi strandríkjanna í makríldeilunni lauk í kvöld án samkomulags.
Fundi strandríkjanna í makríldeilunni lauk í kvöld án samkomulags.

Fundi strand­ríkj­anna í mak­ríl­deil­unni lauk í kvöld án sam­komu­lags.  Með fund­in­um var ætlað að reyna til þraut­ar að ná sam­komu­lagi um skipt­ingu veiðiheim­ilda í mak­ríl. „Full­reynt er að samn­ing­ur ná­ist á þeim grund­velli sem lá fyr­ir milli Íslands og ESB í haust“ er haft eft­ir Sig­urði Inga Jó­hanns­syni, sjáv­ar­út­vegs­ráðherra, í til­kynn­ingu á vef ráðuneyt­is­ins.

Ísland hef­ur tekið þátt í viðræðum strand­ríkja um skipt­ingu mak­ríl­stofns­ins síðan árið 2010. Ekki hef­ur tek­ist á þess­um árum að ná sam­komu­lagi um stjórn­un og skipt­ingu veiðanna milli strand­ríkj­anna sem eru auk Íslands - Nor­eg­ur, Fær­eyj­ar og ESB.

Um þessa niður­stöðu seg­ir Sig­urður Ingi: „Það er mik­il synd að ekki hafi tek­ist að ljúka samn­ingi, tæki­færið var svo sann­ar­lega til staðar eft­ir mun hærri ráðgjöf Alþjóða haf­rann­sókn­aráðsins nú í haust. Hægt hefði verið að semja um veiðar inn­an marka ráðgjaf­ar án þess að nokk­urt ríki hefði þurft að draga úr veiðum sín­um.“

Í haust lá fyr­ir sam­komu­lag milli Íslands og ESB um hvernig leysa mætti deil­una. Um það seg­ir Sig­urður Ingi: „Grunn­ur þess sam­komu­lags byggðist á sjálf­bær­um veiðum og til­tek­inni hlut­deild Íslands. Evr­ópu­sam­bandið tók að sér að fylgja mál­inu eft­ir gagn­vart Nor­egi. Norðmenn hafa því miður komið í veg fyr­ir að þetta sam­komu­lag næði fram að ganga, ekki síst með ósveigj­an­legri og órök­studdri kröfu um veiðar langt um­fram vís­inda­lega ráðgjöf.“

Farið verður yfir stöðuna á næstu dög­um og und­ir­bú­in ákvörðun um heild­arafla ís­lenskra skipa í mak­ríl á kom­andi vertíð. „Það er ljóst að viðræðum um stjórn mak­ríl­veiða fyr­ir 2014 er nú lokið“ seg­ir Sig­urður Ingi, „við mun­um áfram leit­ast við að stuðla að lausn sem bygg­ist á vís­inda­leg­um grunni, sjálf­bærri nýt­ingu og sann­gjörn­um hluta allra strand­ríkj­anna.“ Ráðherr­ann hvet­ur enn frem­ur strand­ríki til að sýna ábyrgð þegar komi að ákvörðun um veiðar á mak­ríl í ár.

Sigurður Ingi Jóhannsson.
Sig­urður Ingi Jó­hanns­son. Morg­un­blaðið/Á​rni Sæ­berg
mbl.is