Strandaðar viðræður vonbrigði

„Það eru mik­il von­brigði að sam­komu­lag náðist ekki. Þetta virt­ist vera besti mögu­leik­inn í tals­verðan tíma til þess að landa sam­komu­lagi og því leng­ur sem þetta ástand var­ir því meiri óvissu búa sjó­menn okk­ar við. Öll rík­in sem aðild eiga að þess­um viðræðum bera ábyrgð gagn­vart sjó­mönn­um okk­ar og að leysa úr þess­um hnút eins fljótt og mögu­legt er.“

Þetta er haft eft­ir Rich­ard Lochhead, sjáv­ar­út­vegs­ráðherra Skot­lands, á frétta­vefn­um Fis­hnew­seu.com í dag en eins og mbl.is greindi frá í gær­kvöldi slitnaði upp úr viðræðum um lausn mak­ríl­deil­unn­ar á fundi í Ed­in­burg höfuðborg Skot­lands í gær þar sem reyna átti til þraut­ar að ná sam­komu­lagi um mak­ríl­veiðar þessa árs. Ekki verða gerðar frek­ari til­raun­ir til þess að semja um þær og er næsta skref að aðilar deil­unn­ar, Ísland, Nor­eg­ur, Fær­eyj­ar og Evr­ópu­sam­bandið, gefi hver um sig ein­hliða út kvóta inn­an sinna lög­sagna. Norðmenn og Evr­ópu­sam­bandið ætla þó fyrst reyna að semja tví­hliða sín á milli.

Fram kem­ur á vefsíðu fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins í dag að sam­bandið hefði lagt fram til­boð á fund­in­um í krafti for­mennsku sam­bands­ins á hon­um sem Íslend­ing­ar og Fær­ey­ing­ar hafi samþykkt. Hins veg­ar hafi því verið hafnað af Norðmönn­um. Fram­kvæmda­stjórn­in telji að um kjöraðstæður hafi verið að ræða til þess að ná sam­komu­lagi og því séu það mik­il von­brigði að að tæki­færi hafi ekki verið nýtt.

Evr­ópu­sam­bandið hefji næst tví­hliða viðræður við Norðmenn um mak­ríl­inn sem hefj­ist í dag þar sem lögð verði áhersla á sjálf­bær­ar veiðar í sam­ræmi við vís­inda­lega ráðgjöf. Hvet­ur sam­bandið Íslend­inga og Fær­ey­inga til þess að sýna að sama skapi ábyrgð við ákvörðun ein­hliða kvóta inn­an sinna lög­sagna svo tryggja megi áfram­hald­andi sjálf­bærni mak­ríl­stofns­ins.

Richard Lochhead, sjávarútvegsráðherra Skotlands.
Rich­ard Lochhead, sjáv­ar­út­vegs­ráðherra Skot­lands.
mbl.is