Atkvæðagreiðslu er lokið hjá Bárunni, stéttarfélagi á Selfossi, um sáttatillögu ríkissáttasemjara og jafnframt um aðalkjarasamning milli Samtaka atvinnulífsins og Bárunnar sem undirritaður var 21. desember.
Á kjörskrá voru 1098, atkvæði greiddu 150 eða 13,66%, segir í fréttatilkynningu.
Já sögðu 122 eða 81,4%. Nei sögðu 24 eða 16% og fjórir seðlar voru auðir eða 2,6%.