„Ég tók þessa ákvörðun“

Seðlabankinn við Arnarhól.
Seðlabankinn við Arnarhól. Ernir Eyjólfsson

Lára V. Júlí­us­dótt­ir, hæsta­rétt­ar­lögmaður og formaður bankaráðs Seðlabank­ans 2009-2013, seg­ist hafa tekið ákvörðun um að bank­inn skyldi greiða máls­kostnað Más Guðmunds­son­ar seðlabanka­stjóra vegna mála­rekst­urs hans gegn bank­an­um.

Lára sendi frá sér yf­ir­lýs­ingu á sjötta tím­an­um í kvöld þar sem sagði m.a.:

„Það var ekki síður hags­muna­mál Seðlabank­ans sjálfs að fá úr þessu skorið en þess ein­stak­lings sem á hverj­um tíma gegn­ir embætti seðlabanka­stjóra. Í ljósi þessa var sú ákvörðun tek­in að bank­inn stæði straum af öll­um kostnaði vegna máls­ins.“

Mbl.is ræddi við Láru í kjöl­far yf­ir­lýs­ing­ar­inn­ar og sagðist hún þá aðspurð hafa tekið ákvörðun­ina. Það væri hins veg­ar erfitt að tíma­setja þá ákvörðun.

„Ég tók þessa ákvörðun.“

- Manstu hvenær?

„Ég tók hana ekki á ein­hverju einu augna­bliki. Hún varð til og þetta leiddi hvað af öðru. Þetta var ákvörðun að vel ígrunduðu ráði á nokkr­um tíma. Þetta var þannig mál að það er erfitt svona eft­ir á að vera að setja hlut­ina ná­kvæm­lega í ein­hverja tímaröð. Þess vegna set ég þetta fram með þess­um hætti.“

- Ragn­ar Árna­son pró­fess­or seg­ir í sam­tali við Morg­un­blaðið í dag að um­rædd ákvörðun hafi ekki verið bor­in und­ir bankaráð. Er það rétt?

„Þetta dóms­mál var kynnt fyr­ir bankaráði frá einu stigi til ann­ars,“ sagði Lára sem kvaðst að öðru leyti ekki vilja tjá sig um málið.

Í yf­ir­lýs­ingu Láru seg­ir svo um þetta atriði:

„Bankaráðið var á hverj­um tíma upp­lýst um stöðu þessa dóms­máls og hafði öll tök á að fylgj­ast með mál­inu, en ég sem formaður ráðsins hafði meg­in­um­sjón með rekstri máls­ins fyr­ir hönd bank­ans og átti í sam­skipt­um við þá sem önnuðust mála­rekst­ur­inn eft­ir þörf­um.“

Lára V. Júlíusdóttir.
Lára V. Júlí­us­dótt­ir. mbl.is
mbl.is

Bloggað um frétt­ina