Fundað um framhald ESB-málsins

Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis.
Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis. mbl.is/Ómar Óskarsson

For­seti Alþing­is, Ein­ar K. Guðfinns­son, fund­ar klukk­an 13:00 í dag með for­mönn­um þing­flokka stjórn­mála­flokk­anna en fund­ar­efnið er áfram­hald­andi umræða um þings­álykt­un Gunn­ars Braga Sveins­son­ar ut­an­rík­is­ráðherra um að draga um­sókn Íslands um inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið til baka.

For­menn stjórn­ar­and­stöðuflokk­anna, einkum Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og Bjartr­ar framtíðar, eru ósátt­ir við að stjórn­ar­meiri­hlut­inn skuli ekki hafa haft frum­kvæði að viðræðum um fram­hald máls­ins í þess­ari viku. Þeir hafi átt von á því í kjöl­far sam­komu­lags þing­flokks­formanna í lok síðustu viku að þessi vika yrði notuð í slík­ar viðræður.

Þings­álykt­un­ar­til­laga ut­an­rík­is­ráðherra var lögð fram fyr­ir tveim­ur vik­um. Umræður um hana hóf­ust hins veg­ar ekki fyrr en á fimmtu­dag­inn fyr­ir viku vegna langra umræðna á Alþingi um skýrslu Hag­fræðistofn­un­ar Há­skóla Íslands um stöðu um­sókn­ar­inn­ar. Til­lag­an komst hins veg­ar á dag­skrá eft­ir að sam­komu­lag um fram­haldið náðist.

Gert er ráð fyr­ir að umræður um þings­álykt­un­ar­til­lög­una haldi áfram eft­ir helgi en eng­ir þing­fund­ir hafa verið í þess­ari viku vegna nefnda­daga.

mbl.is