„Skrökvað að þingi og þjóð“

Seðlabanki Íslands.
Seðlabanki Íslands. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Í svari þáver­andi fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, Katrín­ar Júlí­us­dótt­ur, við fyr­ir­spurn Ásmund­ar Ein­ars Daðason­ar, þing­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins, um kostnað við mála­ferli Más Guðmunds­son­ar gegn Seðlabanka Íslands seg­ir að málsaðilar beri hvor um sig þann kostnað sem þeir hafa stofnað til sjálf­ir, svo sem lög­manns­kostnað.

Nú hef­ur Lára V. Júlí­us­dótt­ir, fyrr­ver­andi formaður bankaráðs Seðlabank­ans, hins veg­ar sagt að bank­inn hafi staðið „straum af öll­um kostnaði vegna máls­ins,“ eins og seg­ir í yf­ir­lýs­ingu sem hún sendi frá sér síðdeg­is.

Lára sendi frá sér yf­ir­lýs­ingu vegna um­fjöll­un­ar Morg­un­blaðsins í dag um kostnað Seðlabanka Íslands vegna máls­kostnaðar Más Guðmunds­son­ar seðlabanka­stjóra.

„Ef seðlabanka­stjóri lét Seðlabanka Íslands borga lög­fræðikostnað sinn vegna mála­ferla sem hann höfðaði gegn Seðlabank­an­um, þá hef­ur Alþingi verið sagt ósatt um málið í skrif­legri fyr­ir­spurn. Það er mik­il­vægt að það verði upp­lýst hvort og þá af­hverju Alþingi voru gefn­ar rang­ar upp­lýs­ing­ar um málið,“ seg­ir Ásmund­ar Ein­ar í pistli á Eyj­unni í kvöld.

Þá seg­ir Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, á face­book-síðu sinni að nú sé kom­in staðfest­ing á því að fyrr­ver­andi fjár­málaráðherra hafi skrökvað að þingi og þjóð. „Í þeim lönd­um sem við vilj­um bera okk­ur sam­an við þætti það full­komið hneyksli,“ seg­ir hann.

Í svari við fyr­ir­spurn Ásmund­ar Ein­ars kem­ur jafn­framt fram að kostnaður Seðlabank­ans af mála­ferl­un­um hafi numið rúm­um fjór­um millj­ón­um króna til dags­ins 31. janú­ar 2013, þegar svarið barst.

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri.
Már Guðmunds­son, seðlabanka­stjóri. mbl.is/​Eggert
mbl.is