Umframveiði mun koma niður á makrílstofninum

Veiðar hafa verið verulega umfram ráðgjöf.
Veiðar hafa verið verulega umfram ráðgjöf. mbl.is/Árni Sæberg

„Við leggj­um til, eins og ávallt, að við út­hlut­un mak­ríl­kvót­ans sé farið að vís­inda­legri ráðgjöf Alþjóðahaf­rann­sókn­aráðsins (ICES), eins og á við um stofna sem nýtt­ir eru í sam­starfi margra þjóða.“

Þetta seg­ir Jó­hann Sig­ur­jóns­son, for­stjóri Haf­rann­sókna­stofn­un­ar í Morg­un­blaðinu í dag, en til­efnið er slit viðræðna strand­ríkja um skipt­ingu mak­ríl­stofns­ins. Er fjallað um þau viðræðuslit í grein hér fyr­ir ofan.

„Auðvitað er stjórn veiðanna í upp­námi þegar ekki hafa náðst samn­ing­ar. Það er mjög miður að ekki skuli hafa náðst sam­an þegar mak­ríl­stofn­inn er í vexti. Þótt það séu vís­bend­ing­ar um að stofn­inn sé að stækka og að hann sé sterk­ur og hafi þolað þess­ar veiðar á und­an­förn­um árum, þá er fyr­ir­sjá­an­legt að stofn­inn mun fara niður á við á ein­hverj­um tíma­punkti, og þá fyrr en seinna, ef ein­hverj­ar veru­leg­ar veiðar um­fram ráðgjöf halda áfram.“ Jó­hann seg­ir þró­un­ina þvert á vænt­ing­ar um betri stjórn veiðanna.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina