Upplýsti ekki bankaráðið

Seðlabanki Íslands.
Seðlabanki Íslands. mbl.is/Ómar Óskarsson

Katrín Olga Jó­hann­es­dótt­ir, sem var full­trúi í bankaráði Seðlabanka Íslands þegar mála­rekst­ur Más Guðmunds­son­ar seðlabanka­stjóra gegn bank­an­um fór fram, seg­ir að Seðlabank­inn hafi aldrei upp­lýst bankaráðið um að hann ætlaði að borga máls­kostnað Más.

„Ég held að það sé ansi lang­sótt að ætla að sá aðili sem sótt er á greiði máls­kostnað þess sem sæk­ir, þó svo að hann tapi mál­inu,“ seg­ir hún í sam­tali við mbl.is.

Eins og fram hef­ur komið í Morg­un­blaðinu ákvað fyrr­ver­andi formaður bankaráðsins, Lára V. Júlí­us­dótt­ir, að bank­inn skyldi greiða máls­kostnað Más. Hún sagði í yf­ir­lýs­ingu að það hefði verið eina leiðin til að fá úr mál­inu skorið. „Það var ekki síður hags­muna­mál Seðlabank­ans sjálfs að fá úr þessu skorið en þess ein­stak­lings sem á hverj­um tíma gegn­ir embætti seðlabanka­stjóra,“ sagði hún.

Í út­varpsþætt­in­um Sprengisandi á Bylgj­unni í morg­un sagði Már að hann hefði ekki áfrýjað dómi héraðsdóms um launa­mál sín til Hæsta­rétt­ar ef hann hefði ekki notið at­beina Seðlabank­ans. Ann­ars hefði hann látið málið niður falla. 

Nauðsyn­legt hefði verið, að mati bæði for­manns bankaráðsins, Láru, og hans sjálfs, að fá niður­stöðu í málið.

At­hygli vek­ur að Seðlabank­inn sótt­ist eft­ir því fyr­ir dómi á báðum dóm­stig­um að Már greiddi máls­kostnað bank­ans. Lára sagði að það væri eðli­leg krafa sem væri höfð uppi í öll­um dóms­mál­um.

Hvarflaði ekki að nein­um að spyrja

Katrín Olga seg­ir að Lára hafi upp­lýst bankaráðið um fram­gang máls­ins en að það hafi aldrei verið rætt inn­an ráðsins að bank­inn ætti að borga all­an máls­kostnaðinn.

Hún bæt­ir því við að það hafi komið full­trú­um í bankaráðinu spánskt fyr­ir sjón­ir þegar Már ákvað upp­haf­lega að höfða mál gegn bank­an­um. „Það hvarflaði ekki að nein­um að spyrja hvort bank­inn myndi greiða þenn­an máls­kostnað.“

Björn Her­bert Guðbjörns­son, sem sat einnig í bankaráðinu á þess­um tíma, vildi ekki tjá sig um málið við mbl.is.

Katrín Olga Jóhannesdóttir.
Katrín Olga Jó­hann­es­dótt­ir.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina