Vilja ekki hefja efnislega umræðu

Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis.
Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis. mbl.is/Ómar Óskarsson

Fram kom í máli for­seta Alþing­is, Ein­ars K. Guðfinns­son­ar, á Alþingi í dag að fund­ur formanna stjórn­mála­flokk­anna sem sæti eiga á þingi um fram­hald þings­álykt­un­ar­til­lögu ut­an­rík­is­ráðherra, um að draga um­sókn­ina um inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið til baka, færi fram klukk­an 17:30. Enn­frem­ur varð hann við þeim ósk­um stjórn­ar­and­stöðunn­ar að hlé yrði á þing­fundi á meðan og að for­menn stjórn­ar­and­stöðuflokk­anna fengju 15 mín­útna hlé að auki fyr­ir fund formann­anna til und­ir­bún­ings.

Ein­ar sagði að á móti gerði hann ráð fyr­ir að hægt yrði að hefja efn­is­lega umræðu um þings­álykt­un­ar­til­lög­una. Stjórn­ar­and­stæðing­ar þökkuðu for­seta fyr­ir þá viðleitni en sögðust engu að síður telja rétt að umræðan hæf­ist ekki fyrr en að lok­um formanna­fund­in­um. Fyr­ir vikið hef­ur efn­is­leg umræða ekki enn haf­ist en þess í stað hafa stjórn­ar­and­stæðing­ar komið upp í ræðustól og ít­rekað kröfu sína um að umræðan færi ekki að stað fyrr en að lokn­um formanna­fund­in­um.

mbl.is