72% vilja þjóðaratkvæðagreiðslu

AFP

72% lands­manna vilja að þjóðar­at­kvæðagreiðsla verði hald­in um fram­hald aðild­ar­viðræðna við Evr­ópu­sam­bandið sam­kvæmt þjóðar­púlsi Gallup. 21% svar­enda er á móti því, og 7% eru hvorki með né á móti. 59% þeirra sem taka af­stöðu myndu ör­ugg­lega eða lík­lega kjósa að halda viðræðum áfram, ef slíkt yrði borið und­ir þjóðar­at­kvæði í dag. 41% myndi ör­ugg­lega eða lík­lega greiða at­kvæði með því að viðræðum yrði hætt. Sagt var frá könn­un­inni í há­deg­is­frétt­um RÚV.

Könn­un­in var gerð 27. fe­brú­ar til 5. mars, eft­ir að þings­álykt­un­ar­til­laga ut­an­rík­is­ráðherra um að draga um­sókn að ESB til baka var lögð fram á þingi. Net­könn­un­in var lögð fyr­ir 1400 manns og 61% svaraði. 

Í könn­un­inni var líka spurt um af­stöðu til aðild­ar að Evr­ópu­sam­band­inu. Ríf­lega 37% aðspurðra sögðust vera hlynnt aðild. Nærri 47% eru and­víg og 16% eru hvorki hlynnt né and­víg. 

Í frétt RÚV seg­ir að sum­arið 2010, þegar síðast var spurt um aðild í þjóðar­púsli Gallup, hafi 26% verið með aðild en 59% á móti. 

Frétt RÚV um könn­un­ina.

mbl.is