Áhyggjuefni ef rétt reynist

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra.
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra. mbl.is/Golli

Gunn­ar Bragi Sveins­son ut­an­rík­is­ráðherra sagði á Alþingi í kvöld að ís­lensk stjórn­völd hefðu ekki fengið neina staðfest­ingu á því að sam­komu­lag væri í höfn um skipt­ingu mak­ríl­kvót­ans á milli Fær­eyja, Nor­egs og Evr­ópu­sam­bands­ins. Hann sagði að um sögu­sagn­ir væri að ræða.

Hann á von á því að sjáv­ar­út­vegs­ráðherra og ut­an­rík­is­ráðherra muni mæta á fund ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar Alþing­is til að fara yfir stöðuna þegar nán­ari upp­lýs­ing­ar hafa borist.

„Sé þetta rétt þá er það vit­an­lega áhyggju­efni og við hljót­um að spyrja okk­ur þá spurn­inga hvað meinti Evr­ópu­sam­bandið með þeim viðræðum og þeim lof­orðum sem það hafði gefið okk­ur. Hvað vak­ir fyr­ir Fær­ey­ing­um? Við viss­um hins veg­ar að Norðmenn voru að leika býsna ljót­an leiki í þessu öllu sam­an. En það er eðli­legt, sé þetta rétt, að ut­an­rík­is­mála­nefnd komi sam­an á morg­un eða hinn, og við för­um þá yfir málið þegar við vit­um eitt­hvað meira,“ sagði Gunn­ar Bragi á Alþingi í kvöld.

mbl.is