Færeyjar, Noregur og ESB semja um makríl

Bátar leggja til atlögu við makríltorfur.
Bátar leggja til atlögu við makríltorfur. mbl.is/Árni Sæberg

Nor­eg­ur, Fær­eyj­ar og Evr­ópu­sam­bandið eru sögð hafa kom­ist að sam­komu­lagi um skipt­ingu mak­ríl­kvóta og verður slík­ur samn­ing­ur brátt und­ir­ritaður að því er fram kem­ur á fær­eyska frétta­vefn­um Norðlýsið.

Nán­ari út­list­un á kvót­an­um ligg­ur ekki fyr­ir, en í frétt­inni er talað um að hlut­ur Fær­ey­inga verði 12,6%.

Þá kem­ur fram að hvorki Íslend­ing­ar og Rúss­ar séu hluti af sam­komu­lag­inu sem er sagt verða und­ir­ritað í London í kvöld. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina