Líkar ekki vinnubrögð ESB

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra.
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra. mbl.is/Ómar

Gunn­ar Bragi Sveins­son ut­an­rík­is­ráðherra seg­ir að sam­komu­lag Fær­ey­inga, Norðmanna og Evr­ópu­sam­bands­ins um skipt­ingu mak­ríl­kvót­ans hafi komið sér á óvart og að þetta séu vinnu­brögð sem stjórn­völd­um lík­ar ekki.

„Við erum ennþá að reyna kynna okk­ur þetta bet­ur og fá ein­hver svör. En eins og þetta lít­ur út þá eru þetta vit­an­lega mik­il von­brigði. Við teygðum okk­ur mjög langt og töld­um að við hefðum verið kom­in með skiln­ing hjá Evr­ópu­sam­band­inu hvernig hægt væri að lenda mál­um. Þannig að það eru von­brigði að þeir skuli fara svona fram hjá okk­ur,“ seg­ir Gunn­ar í sam­tali við mbl.is.

„Menn hafa verið að reyna al­veg fram á síðasta dag að ná ein­hverri heild­rænni sátt, en það virðist hafa verið unnið að þessu ein­hvers staðar á bak við tjöld­in, fjarri okk­ur,“ seg­ir Gunn­ar.

Ósátt­ur við að Fær­ey­ing­ar skuli taka þátt í þessu

„Okk­ur lík­ar ekki að Evr­ópu­sam­bandið hafi ekki komið hreint fram við okk­ur - og auðvitað lík­ar okk­ur held­ur ekki að Fær­ey­ing­ar skuli taka þátt í þessu, þar sem við höf­um verið mikl­ir banda­menn í þessu öllu sam­an,“ seg­ir ráðherra. 

Hvað varðar Nor­eg seg­ir Gunn­ar að Norðmenn hafi, að mati ís­lenskra stjórn­valda, ekki sýnt mik­inn skiln­ing á af­stöðu Íslands í deil­unni; „hafa verið mjög óbil­gjarn­ir þegar kem­ur að okk­ar hug­mynd­um. Hafa spilað þetta, að okk­ar mati, mjög fast og ekki vel“.

Skilja ekk­ert eft­ir

Þá seg­ir Gunn­ar, að miðað við þær töl­ur sem liggi á borðinu virðist sem Norðmenn, Fær­ey­ing­ar og ESB taki til sín all­an mak­ríl­kvót­ann. „Og skilja ekk­ert eft­ir handa okk­ur. Við höf­um lagt áherslu á að menn myndu virða vís­ind­in í þessu. Miða nýt­ingu allra út frá vís­ind­un­um,“ seg­ir hann. 

Maria Dam­anaki, sjáv­ar­út­vegs­stjóri ESB, seg­ir að dyrn­ar standi enn opn­ar fyr­ir Ísland að koma að sam­komu­lag­inu í nán­ustu framtíð.

Spurður út í það seg­ir Gunn­ar: „Mitt mat í dag er að þetta sé einskis virði miðað við þá fram­komu sem við höf­um séð. En auðvitað kann að vera að það sé eitt­hvað í þess­ari yf­ir­lýs­ingu sem þarf að skýra bet­ur - þannig að við sjá­um til. Við mun­um nota kvöldið í kvöld og morg­undag­inn til þess að meta þetta,“ seg­ir ráðherra að lok­um.

mbl.is