Færeyingar fá 156 þúsund tonn

Vænn makríll.
Vænn makríll. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason

Alls fá Fær­ey­ing­ar að veiða 156 þúsund tonn af mak­ríl­kvót­an­um eða 12,6%, sam­kvæmt frétt fær­eyska frétta­vefjar­ins Portals­ins.

611 þúsund tonn koma í hlut ríkja Evr­ópu­sam­bands­ins og Nor­eg­ur fær 279 þúsund tonn í sinn hlut. Alþjóðahaf­rann­sókn­aráðið, ICES, er með 42 þúsund tonn.

Gunn­ar Bragi Sveins­son ut­an­rík­is­ráðherra sagði í morg­unút­varpi Rás­ar 2 í morg­un að svo virt­ist sem illi­lega hefði verið farið á bak við Íslend­inga í þessu máli og unnið öt­ul­lega á bak við tjöld­in án vitn­eskju þeirra. 

Maria Dam­anaki, sjáv­ar­út­vegs­stjóri ESB, seg­ir sam­komu­lagið marka tíma­mót sem sýni ljóst að ESB vilji stunda sjálf­bær­ar fisk­veiðar. Hún seg­ir að samn­ingaviðræðurn­ar hafi staðið lengi og tekið á. Mikið hafi verið í húfi. Sam­komu­lagið sé í sam­ræmi við áherslu sam­bands­ins á sjálf­bær­ar veiðar. Það tryggi sjálf­bærni mak­ríl­stofns­ins til lengri tíma.

Þá seg­ir hún að ís­lensk­um stjórn­völd­um standi enn til boða að ger­ast aðili að sam­komu­lag­inu í ná­inni framtíð. 

Ut­an­rík­is­ráðherra seg­ist ekki botna neitt í orðum sjáv­ar­út­vegs­stjóra ESB um að Ísland geti gengið inn í sam­komu­lagið síðar. Þetta þurfi að skýra bet­ur. Hann seg­ir sorg­legt að ESB skuli enn og aft­ur fara af stað með of­veiði og nú með stuðningi Nor­egs. Ísland muni áfram veiða mak­ríl. Skyn­sam­legt magn og eðli­legt en það sé ekki í hans hönd­um að tjá sig um það held­ur sjáv­ar­út­vegs­ráðherra. 

Gunn­ar Bragi seg­ir að Ísland muni ör­ugg­lega koma sín­um sjón­ar­miðum á fram­færi á næstu dög­um en í dag verður rætt um mak­ríl­deil­una á fundi ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar.

Frétt Portals­ins

mbl.is