Færeyingar studdu Íslendinga

Þórshöfn, höfuðstaður Færeyja.
Þórshöfn, höfuðstaður Færeyja. Ljósmynd/Erik Christensen

Fær­ey­ing­ar studdu Íslend­inga í mak­ríl­deil­unni en ágrein­ing­ur Íslend­inga og Norðmanna reynd­ist hindr­un. Þegar Fær­ey­ing­ar fengu boð um hlut­deild sína af mak­rílafl­an­um síðustu helgi voru þeir til­bún­ir til samn­inga, að sögn Jac­obs Vesterga­ard, sjáv­ar­út­vegs­ráðherra Fær­eyja.

Samn­ing­ar Fær­ey­inga um skipt­ingu mak­rílafl­ans fela í sér tví­hliða samn­ing um að Norðmenn megi veiða allt að 35% af mak­rílafla Fær­ey­inga í fær­eyskri lög­sögu og öf­ugt. Fær­ey­ing­ar eru langt komn­ir með sams­kon­ar samn­ing við ESB og er hlut­fall á gagn­kvæmri veiði þar 30%. 

Sam­kvæmt sam­komu­lagi Fær­eyja, ESB og Nor­egs munu Fær­ey­ing­ar geta veitt allt að 12,6% af heild­armakrílafl­an­um.

ESB setti í fyrra lönd­un­ar­bann á Fær­eyj­ar vegna meintr­ar of­veiði á síld og seg­ir Vesterga­ard aðspurður að Fær­ey­ing­ar muni nú setj­ast niður með full­trú­um sam­bands­ins og ræða bannið. Hann vilji ekki tjá sig frek­ar um þann þátt máls­ins.

Von­ar að sam­band ríkj­anna verði áfram náið

„Sam­band Fær­ey­inga og Íslend­inga er mjög náið og ég vona að þessi niðurstaða, að Ísland standi utan samn­ings­ins, muni ekki hafa nei­kvæð áhrif á sam­skipti ríkj­anna,“ sagði Vesterga­ard.

Hann sagðist aðspurður ekki telja að veiðar á mak­ríl um­fram ráðgjöf Alþjóðahaf­rann­sókn­aráðsins, ICES, sem hljóðar upp á 890.000 tonn í ár, muni hafa nei­kvæð áhrif á stærð mak­ríl­stofns­ins.

En Jó­hann Sig­ur­jóns­son, for­stjóri Haf­rann­sókna­stofn­un­ar, lýsti í sam­tali við Morg­un­blaðið í síðustu viku yfir áhyggj­um af því að veiði um­fram ráðgjöf­ina kynni að koma niður á mak­ríl­stofn­in­um.

mbl.is