Forkastanleg framkoma gegn Íslandi

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. mbl.is/Golli

Bjarni Bene­dikts­son og Árni Páll Árna­son tók­ust á um hina óvæntu stöðu í mak­ríl­deil­unni í óund­ir­bún­um fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi á morg­un. Árni Páll sagði slá­andi að sjá ráðherra rík­is­stjórn­ar­inn­ar koma gjör­sam­lega af fjöll­um og sagði það for­dæma­laust að Íslend­ing­um sé ekki einu sinni hleypt að samn­inga­borðinu.

„Nú er þannig komið fyrri rík­is­stjórn­inni að hún kemst ekki að borðinu þegar fjallað er um brýn hags­muna­mál Íslands. Þetta er ein­stakt, það eru ekki for­dæmi fyr­ir öðru eins,“ sagði Árni Páll og spurði hvernig Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn gæti rétt­lætt það sem hann kallaði hrika­leg af­glöp.

Hann benti á að ut­an­rík­is­stefna Sjálf­stæðis­flokks­ins hafi um ára­tugi snú­ist um að gæta hags­muna Íslands á alþjóðavett­vangi, en til þess að gæta hags­muna þurfi menn að kom­ast að borðinu og vita hvað er á seyði.

„Það hlá­lega í þessu öllu sam­an er að þetta ger­ist dag­inn eft­ir að rík­is­stjórn­in set­ur fram nýja Evr­ópu­stefnu þar sem sér­stak­lega er til­greint að leggja skuli meira upp úr vestn­or­rænu sam­starfi,“ sagði Árni Páll og spurði hvort gleymst hefði að til­kynna Fær­ey­ing­um og Norðmönn­um að þeir væru orðnir horn­steinn í ut­an­rík­is­stefnu Íslands.

Alþingi for­dæmi fram­komu vinaþjóða

Bjarni Bene­dikts­son sagði Árna Pál draga upp kolranga mynd af at­b­urðum. Ísland hafi alla tíð setið við samn­inga­borðið, þar til fyr­ir nokkr­um dög­um þegar þeir sem við höf­um átt í viðræðum við ákváðu að funda sam­eig­in­lega án aðkomu Íslands.

„Sú ákvörðun þeirra að úti­loka menn frá samn­inga­borðinu, hún er forkast­an­leg,“ sagði Bjarni og bætti við að sama í hvaða flokki menn væru ættu þeir að geta verið sam­mála um að for­dæma þá fram­komu vinaþjóða að taka sam­eig­in­lega ákvörðun um að hætta að tala við Íslend­inga.

„Við eig­um að senda skýr skila­boð til Norðmanna, Fær­ey­inga og Evr­ópu­sam­bands­ins, sem hafa þóst vera í eig­in­leg­um samn­ingaviðræðum við okk­ur, um að þetta kunn­um við ekki að meta,“ sagði Bjarni.

Alþingi Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar.
Alþingi Árni Páll Árna­son, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. mbl.is/Ó​mar Óskars­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina