Ráðlegging ICES uppfærð í lok maí

Stefnt er að því að upp­færa ráðlegg­ing­ar Alþjóðahaf­rann­sókn­aráðsins (ICES) vegna heild­arkvóta fyr­ir árið 2014 í síðari hluta maí­mánaðar. Greint var frá þessu á vefsíðu ráðsins í gær. 

Ráðlegg­ing til bráðabirgða var gef­in út af hálfu ICES í októ­ber síðastliðnum þegar ráðinu varð ljóst að mak­ríl­stofn­inn væri miklu stærri en það hafði áður gert ráð fyr­ir. Fyr­ir vikið ráðlagði ICES veiðar sem fólu í sér 64% aukn­ingu frá ráðlegg­ing­um ráðsins fyr­ir síðasta ár og var miðað við heild­ar­veiði und­an­far­in ár sem það hafði áður talið fela í sér of­veiði. Fram kem­ur að í fe­brú­ar hafi verið lagður grunn­ur að nýju líkani til þess að meta stærð mak­ríl­stofns­ins og vinna haf­in í kjöl­farið við hönn­un þess. Mögu­lega verði fyr­ir vikið hægt að leggja fram nýja ráðlegg­ingu.

Sem fyrr seg­ir er stefnt að því að hún liggi fyr­ir í síðari hluta maí eft­ir að niður­stöður mats á út­breiðslu mak­ríl­hrogna á ár­inu 2013 liggja fyr­ir.

mbl.is