Sjávarútvegsráðherra gefur munnlega skýrslu

Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. mbl.is/Árni Sæberg

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sjáv­ar­út­vegs­ráðherra, mun gefa munn­lega skýrslu um stöðu mála í mak­ríl­deil­unni á Alþingi síðdeg­is. Fjár­mála- og efna­hags­ráðherra sagði í morg­un að Alþingi ætti að senda skýr skila­boð og for­dæma fram­komu vinaþjóða Íslands í mak­ríl­deil­unni.

Í gær sömdu Evr­ópu­sam­bandið, Nor­eg­ur og Fær­eyj­ar um skipt­ingu veiðiheim­ilda á mak­ríl. Ísland stend­ur utan þess sam­komu­lags.

Í yf­ir­lýs­ingu frá sjáv­ar­út­vegs­ráðuneyt­inu í dag sagði að ljóst hefði orðið eft­ir fund í Ed­in­borg í síðustu viku að full­reynt væri að ná samn­ingi sem byggðist á nýt­ingu á grund­velli ráðgjaf­ar Alþjóðahaf­rann­sókn­ar­ráðsins (ICES) líkt og ís­lenska samn­inga­nefnd­in lagði áherslu á.

Sig­urður Ingi hef­ur sagt að ljóst sé að Nor­eg­ur hafi aldrei ætlað að semja um þann hlut mak­ríl­kvót­ans sem Ísland get­ur sætt sig við, né um veiðar á grund­velli ráðgjaf­ar.

Sjáv­ar­út­vegs­ráðherra mun gefa munn­lega skýrslu um málið kl. 15 í dag.

mbl.is