Fundað til hálffjögur í nótt

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra.
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra. mbl.is/Golli

Þing­fundi var slitið á Alþingi klukk­an 3:32 í nótt en fyrri um­ferð um til­lögu  ut­an­rík­is­ráðherra, Gunn­ars Braga Sveins­son­ar, um að draga um­sókn Íslands um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu til baka lauk í nótt og var send í ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar.

Þings­álykt­un­ar­til­laga Jóns Þórs Ólafs­son­ar, Pír­öt­um, um ráðgef­andi þjóðar­at­kvæðagreiðslu um áfram­hald aðild­ar­viðræðna við Evr­ópu­sam­bandið var lögð fram til fyrri umræðu á fjórða tím­an­um í nótt en eng­inn tók til máls. Því geng­ur til­lag­an til síðari umræðu og ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar.

Síðasta mál á dag­skrár Alþing­is í nótt var þings­álykt­un­ar­til­laga Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, Vinstri græn­um, um form­legt hlé á aðild­ar­viðræðum Íslands og Evr­ópu­sam­bands­ins og þjóðar­at­kvæðagreiðslu um viðræðurn­ar. Eng­inn tók til máls und­ir þess­um lið og fer til­lag­an því til síðari umræðu og ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar.

Hér er hægt að horfa og hlusta á þing­fund­inn í nótt

mbl.is