Krafist refsiaðgerða gegn Íslandi

Evrópuþingmaðurinn Pat
Evrópuþingmaðurinn Pat "the Cope" Gallagher. mbl.is/Styrmir Kári

„Ég er ekki í vafa um að ef hún hefði gripið til refsiaðgerða gegn Íslandi á síðasta ári þá vær­um við ekki í þeirri stöðu sem við stönd­um frammi fyr­ir í dag þar sem Íslend­ing­ar hafna enn eina ferðina sam­starfi við hin strand­rík­in.“

Þetta sagði írski Evr­ópuþingmaður­inn Pat „the Cope“ Gallag­her í umræðum í Evr­ópuþing­inu í gær þar sem rætt var um nýtt sam­komu­lag Evr­ópu­sam­bands­ins, Norðmanna og Fær­ey­inga um mak­ríl­veiðar næstu fimm árin sem Ísland er ekki aðili að. Beindi þingmaður­inn orðum sín­um að Mariu Dam­anaki, sjáv­ar­út­vegs­stjóra sam­bands­ins. Gallag­her, sem var ann­ar formanna sam­eig­in­legr­ar þing­manna­nefnd­ar Alþing­is og Evr­ópuþings­ins, fagnaði sam­komu­lag­inu sam­kvæmt frétt írska dag­blaðsins Irish Times og kallaði enn­frem­ur eft­ir því að fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins gripi til refsiaðgerða gegn Íslandi vegna mak­ríl­deil­unn­ar en hann hef­ur ít­rekað kallað eft­ir slík­um aðgerðum á und­an­förn­um árum.

Fram kem­ur í frétt­inni að Jan­usz Lew­andowski, yf­ir­maður fjár­mála í fram­kvæmda­stjórn­inni, hafi tekið und­ir það að það væru von­brigði að Ísland hefði ekki viljað und­ir­rita sam­komu­lag um mak­ríl­veiðarn­ar. Sagði hann að hann myndi taka kröf­ur frá Evr­ópuþing­mönn­um um refsiaðgerðir gegn Íslandi til skoðunar. Vanga­velt­ur um mögu­leg­ar refsiaðgerðir hafa lengi verið í umræðunni af hálfu Evr­ópu­sam­bands­ins en ís­lensk stjórn­völd hafa ít­rekað sagt að slík­ar aðgerðir væru ólög­mæt­ar og gengu gegn alþjóða- og milli­ríkja­samn­ing­um.

Þá hafa ís­lensk­ir ráðamenn sagt að Íslend­ing­ar hafi ekki neitað að und­ir­rita samn­ing um mak­ríl­inn held­ur hafi sam­komu­lag strandað á Norðmönn­um á fundi strand­ríkj­anna í Ed­in­burg í síðustu viku. Und­ir það hafi Evr­ópu­sam­bandið tekið. Í kjöl­farið hafi formaður fund­ar­ins og aðal­samn­ingamaður sam­bands­ins slitið fund­in­um. Evr­ópu­sam­bandið hafi síðan hafi tví­hliða viðræður við Norðmenn sem Fær­ey­ing­um hafi síðan verið hleypt inn í en ekki hafi verið haft sam­band við Íslend­inga.

mbl.is