Samningsskilyrði á borðinu

Á makrílveiðum.
Á makrílveiðum.

Íslend­ing­ar munu að óbreyttu setja sér ein­hliða mak­ríl­kvóta næsta sum­ar í ljósi þess að ESB, Nor­eg­ur og Fær­eyj­ar sömdu um mak­ríl­veiðar án aðkomu Íslend­inga. Svo virðist sem Íslend­ing­ar geti komið að samn­ingn­um. Í hlut Íslend­inga kæmu þá 11,9% af áætluðum heild­arafla eða tæp­lega 150 þúsund tonn.

Sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins fylg­ir það skil­yrði aðild að samn­ingn­um að Ísland veiði þá ekki meira en sem nem­ur 4% af 100 þúsund tonna til­rauna­kvóta Græn­lend­inga, eða að há­marki 4 þúsund tonn. Þetta tæki ekki til aðila sem gera út skip und­ir græn­lensk­um fána, né ef Ísland ger­ist ekki aðili að samn­ingn­um.

„Að því gefnu að menn sætti sig við eðli­lega hlut­deild til Íslend­inga þá finnst mér ekki úti­lokað að við gæt­um komið að slíku sam­komu­lagi,“ seg­ir Sig­urður Ingi Jó­hanns­son sjáv­ar­út­vegs­ráðherra í frétta­skýr­ingu um mak­ríl­deil­una í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: