Telja ESB ekki verja írska hagsmuni

Frá írska hafnarbænum Killybegs.
Frá írska hafnarbænum Killybegs. Wikipedia/Andreas F. Borchert

Sam­tök írskra sjó­manna eru allt annað en sátt við sam­komu­lag Evr­ópu­sam­bands­ins, Norðmanna og Fær­ey­inga um mak­ríl­veiðar til næstu fimm ára sem gengið var frá í vik­unni. Telja sam­tök­in að fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins hafi hvorki staðið vörð um hags­muni írskra sjó­manna með því að samþykkja sam­komu­lagið né annarra sjó­manna inn­an sam­bands­ins.

Fram kem­ur á frétta­vefn­um Do­negal Democrat að Sam­tök írskra sjó­manna geti ekki stutt sam­komu­lagið um mak­ríl­inn í ljósi þess að með því væri Fær­ey­ing­ar verðlaunaðir fyr­ir óá­byrg­ar mak­ríl­veiðar á und­an­förn­um árum og stór­auk­in hlut­deild tek­in frá fyr­ir Ísland, Rúss­land og Græn­land frá því sem áður hafi verið. Haft er eft­ir Sean O’Donog­hue, for­manni sam­tak­anna, að ekki sé hægt að draga aðra álykt­un af sam­komu­lag­inu en að óá­byrg fram­ganga Fær­ey­inga hafi skilað sér sem skapi slæmt for­dæmi til framtíðar í ljósi þess að flest­ir upp­sjáv­ar­stofn­ar í Norðaust­ur-Atlants­hafi séu deili­stofn­ar. Græn­lend­ing­ar hafi þegar tekið upp sömu hegðun.

Co­veney varð und­ir inn­an ráðherr­aráðsins

„Ég tel að ástæðan fyr­ir því að við stönd­um frammi fyr­ir þess­ari óá­sætt­an­legu stöðu þegar kem­ur að afla­hlut­deild sé óskyn­sam­leg fram­ganga fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins sem eina samn­ingsaðilans fyr­ir hönd sam­bands­ins í slík­um samn­ing­um. Nú­ver­andi sjáv­ar­út­vegs­stjóri, Maria Dam­anaki, hef­ur að mati sam­tak­anna ein­angrað sig frá sjáv­ar­út­veg­in­um með því að neita að verja með full­nægj­andi hætti hags­muni sjó­manna á Írlandi og ann­ars staðar inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins. Þetta er þvert á stöðu mála hjá hinum strand­ríkj­un­um þar sem Norðmenn, Íslend­ing­ar, Fær­ey­ing­ar, Rúss­ar og Græn­lend­ing­ar verja sjáv­ar­út­veg sinn af krafti,“ seg­ir O’Donog­hue.

Fyr­ir vikið hafi niðurstaðan orðið sú að Evr­ópu­sam­bandið hafi gefið eft­ir verðmæta hlut­deild í mak­ríl­stofn­in­um sem írsk­ir sjó­menn hafi unnið að því að byggja upp und­an­far­in ár. Simon Co­veney, sjáv­ar­út­vegs­ráðherra Írlands, hafi bar­ist af hörku gegn hærri afla­hlut­deild til Fær­ey­inga og Íslend­inga en hann hafi hins veg­ar verið einn í þeirri bar­áttu í ráðherr­aráði Evr­ópu­sam­bands­ins. Án bar­áttu hans hefði niðurstaðan þó orðið verri. Einkum með til­liti til gagn­kvæms aðgeng­is að lög­sög­um.

Írland lít­ill fisk­ur í stórri tjörn inn­an ESB

Sama sjón­ar­mið kem­ur fram hjá Mart­in Howley, for­manni Sam­taka sjó­manna í Killybegs stærsta út­gerðahafn­ar­bæj­ar Írlands, á frétta­vef írska dag­blaðsins Irish Exam­iner. Hann seg­ir að verk­efni fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins hafi verið að vernda mak­ríl­stofn­inn en sam­komu­lagið, sem þýði veru­lega veiði um­fram ráðgjöf, bendi til þess að Dam­anaki hafi viljað ná samn­ingi hvað sem það kostaði.

„Rík­is­stjórn okk­ar og Co­veney sjáv­ar­út­vegs­ráðherra börðust af hörku gegn þessu en þetta snýst allt um at­kvæði á vett­vangi Evr­ópu­sam­bands­ins. Þýska­land hafði ekki áhuga á þessu og Bret­land vildi aðeins binda endi á bannið á inn­flutn­ingi á fiski frá Fær­eyj­um. Írland er aðeins lít­ill fisk­ur í þess­ari tjörn. Við átt­um aldrei mögu­leika. Við fáum aukna afla­heim­ild en við telj­um þetta ekki vera gott sam­komu­lag fyr­ir Írland,“ seg­ir hann enn­frem­ur.

Vilja að ESB beiti Græn­land refsiaðgerðum

Þá seg­ir í frétt­inni að sam­tök­in hafi kallað eft­ir því að fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins beitti Græn­land refsiaðgerðum vegna mak­ríl­veiða þeirra. Haft er eft­ir Co­veney að þó hann væri mjög á móti ýms­um hlut­um sam­komu­lags­ins á milli Evr­ópu­sam­bands­ins, Norðmanna og Fær­eyja væri hann sam­mála því að mik­il­vægt væri að ná sam­komu­lagi um mak­ríl­veiðarn­ar.

mbl.is
mbl.is

Bloggað um frétt­ina