Vill einhliða 140.000 tonna kvóta

Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda.
Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda. mbl.is

„Það er mín skoðun að Sig­urður Ingi Jó­hanns­son sjáv­ar­út­vegs­ráðherra eigi nú þegar að til­kynna um heild­arafla í ís­lenskri lög­sögu. Hann eigi að byggja ákvörðun sína á að við veiðum 11,9% af heild­arafl­an­um eða 140 þús. tonn. Jafn­framt er nauðsyn­legt til að styrkja ákvörðun­ina að til­kynna að 12% heild­arafl­ans verði ætlaður til færa­veiða smá­báta.“

Þetta seg­ir Örn Páls­son, fram­kvæmda­stjóri Lands­sam­bands smá­báta­eig­enda, á vefsíðu sam­bands­ins í dag í til­efni af sam­komu­lagi Evr­ópu­sam­bands­ins, Norðmanna og Fær­ey­inga um mak­ríl­veiðar næstu fimm árin sem gengið var frá í vik­unni án aðkomu Íslend­inga. Hann vís­ar til þess að í samn­ingaviðræðum á milli strand­ríkj­anna áður en sam­komu­lag tókst á milli ESB, Nor­egs og Fær­eyja hafi verið rætt um að Ísland fengi 11,9% heild­arafl­ans.

„Lands­sam­band smá­báta­eig­enda hef­ur mikla hags­muni varðandi mak­ríl­veiðar og framtíð þeirra. Fé­lags­menn hafa út­búið báta til veiðanna til­bún­ir að nýta það sem kem­ur á þeirra veiðislóð. Í fyrra stunduðu um 100 smá­bát­ar færa­veiðar á mak­ríl og nam afli þeirra um 4.700 tonn­um. Mik­il­vægt er að þessi hóp­ur búi yfir mik­illi veiðigetu þar sem stærri skip­um er óheim­ilt að veiða þeirra slóð,“ seg­ir Örn enn­frem­ur.

mbl.is