Árni Páll: Baráttan snýst um þjóðarhag

Árni Páll Árna­son, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, legg­ur til að til­laga rík­is­stjórn­ar­inn­ar í ESB-mál­inu í óbreyttri mynd verði lögð til hliðar, lagður verði grunn­ur að al­vöru grein­ingu á hags­mun­um þjóðar­inn­ar og síðan gangi lands­menn til þjóðar­at­kvæðagreiðslu um málið.

Þetta kom fram í ræðu Árna Páls á flokks­stjórn­ar­fundi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar sem hófst kl. 13. 

Hann sagði til­lögu ut­an­rík­is­ráðherra um að draga til baka um­sókn Íslands um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu vera hneyksli, lof­orð hefði verið brotið og þjóðin virt að vett­ugi í mál­inu. Þá benti hann á, að ekk­ert hags­muna­mat hefði verið gert, þ.e. um kosti við aðild í sam­an­b­urði við meinta ókosti.

Ekki beðið um hags­muna­mat

„Á fund­um ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar um skýrslu Hag­fræðistofn­un­ar hef­ur komið fram hjá skýrslu­höf­und­um að þeir voru aldrei beðnir um hags­muna­mat,“ sagði Árni Páll og bætti við að það hefði aldrei verið ætl­un­in að leita bestu upp­lýs­inga eða vanda til verka. Mark­miðið hefði verið að kom­ast að fyr­ir­fram ákveðinni niður­stöðu. 

Hann spurði hvað mælti gegn því að þjóðin vísaði veg­inn áfram í Evr­ópu­mál­un­um, ef það reyn­ist stjórn­mála­flokk­un­um ofviða. „Það er ekk­ert ómögu­legt við að fara að vilja þjóðar. Það hef­ur margoft verið gert,“ sagði Árni Páll. 

Hann sagði enn­frem­ur, að sú bar­átta sem nú standi yfir snú­ist ekki um Sam­fylk­ing­una held­ur þjóðar­hag. 

Óþol gagn­vart gömlu stjórn­mála­hefðinni

Þá sagði Árni Páll, að grund­vall­ar­breyt­ing hefði orðið á ís­lensk­um stjórn­mál­um eft­ir hrun. „Það er óþol gagn­vart hinn­ar gömlu ís­lensku stjórn­mála­hefð. Um ára­tugi var dag­skrár­vald stjórn­mála­for­yst­unn­ar al­gert og kæf­andi. Hún ákvað hvað skyldi fjallað um og hvernig og hvenær, óháð þjóðarþörf­um,“ sagði hann.

Árni Páll bætti því við for­ystu­menn rík­is­stjórn­ar­inn­ar, þeir Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son og Bjarni Bene­dikts­son, hefðu gengið út frá því nú að þetta kerfi virkaði eins og það hefði alltaf virkað.

„En það ger­ir það bara ekki leng­ur. Þess vegna eru þeir bún­ir að maga­lenda úti í mýri,“ sagði Árni Páll. 

At­vinnu­grein­um mis­munað

Þá sakaði hann stjórn­ar­flokk­ana um að mis­muna at­vinnu­grein­um og vinna gegn at­vinnu­frelsi. Þeir end­ur­nýttu gaml­ar ís­lensk­ar sér­lausn­ir til að tryggja vild­ar­vin­um for­gang fram yfir aðra.

„Hún er ráðlaus um af­nám hafta. Hún hygl­ar þeim sem rík­ast­ir eru og legg­ur aukn­ar álög­ur á allt milli­tekju- og lág­tekju­fólk. At­vinnu­stefn­an: Rík­is­rek­in áburðar­verk­smiðja til að blása ungu fólki í brjóst til­trú á framtíðina,“ sagði formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Hann ræddi einnig stöðuna í mak­ríl­deil­unni. Í ræðunni kom fram, að alþjóðasamn­ing­ur um mak­ríl án Íslands minnti alla á að ut­an­rík­is­stefna Íslands væri óstyrk og vissi ekki hvert skuli halda né hvers vegna. 

Árni Páll bendi einni orðum sín­um að þeim mót­mæl­um sem hafa staðið yfir á Aust­ur­velli að und­an­förnu. Hann tók fram að þau hafi verið friðsæl. „Þetta er upp­reisn gegn öfga­öfl­un­um sem vilja ekki sam­tal. Vilja ráða öllu og telja sig bet­ur hæf til að vita hvað okk­ur er fyr­ir bestu en við sjálf.“

mbl.is