Er hægt að fitusjúga hnépoka?

Þórdís segir að hægt sé að fitusjúga svæðið í kringum …
Þórdís segir að hægt sé að fitusjúga svæðið í kringum hnén.

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir svarar spurningum lesenda Smartlands Mörtu Maríu. Hér er hún spurð að því hvort hægt sé að fitusjúga hnépoka:

Sæl vertu, er möguleiki á að fitusoga hnépoka svokallaða (mikil fita sem er á innanverðu hné), svo þeir komi ekki aftur? Og hver er kostnaðurinn við það?

Sæl og takk fyrir spurninguna.

Fitusog á innanverðu hné er algeng aðgerð og gefur góðan árangur. Þá er umframfita fjarlægð og kemur ekki aftur. Ef þú bætir á þig þyngd þá safnast hún annars staðar. Þetta er hægt að gera í staðdeyfingu ef þetta er eini staðurinn sem á að fitusjúga annars er fitusog oftast gert í svæfingu. Fitusog á innanverðu hné kostar 160 þúsund fyrir utan svæfingu.

Kveðja,

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea Medica. Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Þórdísi spurningu með því að smella HÉR.

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir.
Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir. mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is