Er hægt að taka undirhöku með fitusogi?

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir svarar spurningum lesenda Smartlands Mörtu Maríu.
Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir svarar spurningum lesenda Smartlands Mörtu Maríu. mbl.is/Styrmir Kári

Þórdís Kjartansdóttir svarar spurningum lesenda Smartlands Mörtu Maríu. Hér er hún spurð að því hvað það kosti að fjarlægja undirhöku með fitusogi:

Hvað kostar að fjarlægja undirhöku með fitusogi? Ég tel líklegt að ef undirhakan yrði fjarlægð með fitusogi þurfi einnig að strekkja á andlitinu, eða er það ekki rétt hjá mér? En ef það væri óþarfi að strekkja andlitið hvað myndi þá fitusogið á undirhökunni, sem er frekar lítil, kosta eitt og sér?

Sæl og takk fyrir spurninguna.

Það er oft hægt að gera staðbundið fitusog á undirhöku. Þá þarf fitan að liggja staðbundið undir húðinni en ekki slakur hálsvöðvi sem ber ábyrgð á undirhökunni. Ef vöðvinn á hálsinum er slakur þarf að gera andlitslyftingu og strekkja á honum. Kostnaður fer auðvitað eftir því hver aðgerðin er og hvort mögulega er hægt að gera hana í staðdeyfingu.

Bestu kveðjur og gangi þér vel.

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir. Liggur þér eitthvað á hjarta? HÉR getur þú sent Þórdísi spurningu.

mbl.is