Vonbrigði með makrílsamninginn

Makríll
Makríll mbl.is/Sigurður Bogi

Um­hverf­is- og auðlinda­nefnd Norður­landaráðs lýsti í dag yfir von­brigðum með mak­ríl­samn­ing Norðmanna, Fær­ey­inga og Evr­ópu­sam­bands­ins. At­vinnu­vegaráðuneytið grein­ir frá þessu.

Ráðið gagn­rýn­ir að í samn­ingn­um sé gert ráð fyr­ir veiðum sem séu langt frá því að geta tal­ist sjálf­bær­ar, þar sem þær heim­ili langt­um meiri veiðar en veiðiráðgjöf Alþjóðahaf­rann­sókn­aráðsins ICES kveður á um.

Talsmaður nefnd­ar­inn­ar, Sjúr­d­ur Ska­ale, seg­ir það al­gert grund­vall­ar­atriði að fisk­veiðiþjóðir haldi sig við veiðiráðgjöf. Það sé mik­il­vægt að strand­rík­in öll nái sam­komu­lagi sín á milli um ákvörðun heild­arafla og skipt­ingu hans. 

Í ljósi þess að of oft komi upp ágrein­ing­ur um þessi mál þá sé það jafn­framt mik­il­vægt að rík­in sem hlut eigi að máli komi sér sam­an um traust­an laga­leg­an grund­völl til að byggja á ákv­arðanir um veiðar á upp­sjáv­ar­fiski og flökku­stofn­um.

Sjá frétt á vef Norður­landaráðs

mbl.is