Hluti makríls norðuramerískur

Makrílveiðar á Vigra RE 71.
Makrílveiðar á Vigra RE 71. mbl.is/Árni Sæberg

Rann­sókn Matís og sam­starfsaðila á erfðasýn­um úr mak­ríl í ís­lenskri, evr­ópskri, og norður­am­er­ískri lög­sögu þykir gefa vís­bend­ingu um að mak­ríl­göng­ur í fisk­veiðilög­sögu Íslend­inga séu að hluta til af norður- am­er­ísk­um upp­runa að sögn Sveins Mar­geirs­son­ar, for­stjóra Matís.

„Ég tek ekki svo sterkt til orða að full­yrða að svo sé á þess­ari stundu,“ seg­ir Sveinn og bend­ir á að ekki sé búið að vinna end­an­leg­ar niður­stöður. Hann seg­ir þó að rann­sókn­in hafi verið kynnt á ráðstefn­un Alþjóðahaf­rann­sókn­aráðsins, ICES.

„Þar sögðu vís­inda­menn­irn­ir frá því að hluti þess mak­ríls sem veiðist hér við land er með mjög sam­bæri­leg­an erfðaprófíl og sá mak­ríll sem er við strend­ur Norður-Am­er­íku,“ seg­ir Sveinn meðal ann­ars um þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: