Svuntuaðgerðir eru tiltölulega algengar aðgerðir

Þórdís Kjartansdóttir.
Þórdís Kjartansdóttir. mbl.is/Styrmir Kári

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir svarar spurningum lesenda Smartlands Mörtu Maríu. Hér er Þórdís spurð um samansaumaða magavöðva og svuntuaðgerð. 

Sæl Þórdís

Ég á 4 börn og þyngdist alltof mikið með síðustu meðgöngu sem varð þess valdandi að ég varð lausholda og með pulsu. Og ekki lagaðist þetta með aldrinum. Eftir breytingaskeiðið fór ég upp í 90 kg og er 168 cm á hæð. Ég held að það þyrfti að sauma magavöðvana saman á efri maga og ég held ég þurfi að fara í svuntuaðgerð. Er þetta hættuleg aðgerð vegna þess að ég er orðin 58 ára og er þessi aðgerð mjög dýr?

Kveðja,

Anna

Sæl Anna og takk fyrir spurninguna.

Það er engin aðgerð áhættulaus, hægt að fá sýkingu og blæðingu við hvaða aðgerð sem er. Svuntuaðgerðir eru tiltölulega algengar aðgerðir þar sem flestir komast heim samdægurs. 58 ára er ekki hár aldur en aðallega er almennt heilsufar mikilvægast. Ef þú ert almennt hraust og reykir ekki ætti ekki neitt að vera því til fyrirstöðu að gera svuntuaðgerð á þér. Hún kostar rúmlega 500 þúsund krónur.

Bestu kveðjur og gangi þér vel.

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir. Liggur þér eitthvað á hjarta? HÉR getur þú sent Þórdísi spurningu.

mbl.is