Þórdís Kjartansdóttir svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér spyr 52 ára gömul kona út í mikinn hárvöxt og hvort sé hægt að losna endanlega við þessi hár:
Hvað er hægt að gera við leiðinda hárvöxt? Nokkur löng hár á höku, meiri hárvöxt í nefi og grófari hár, plokka þau í dag. Einnig mikinn hárvöxt á kálfum, sem færist smám saman meir upp lærin. Er hægt að losna endanlega við þessi hár. Hvernig fer það með húðina?
Sæl og takk fyrir spurninguna.
Eina leiðin til þess að losna varanlega við hár er leysimeðferð. Það getur þó verið vandkvæðum bundið. Til dæmis ef hár er dökkt þá gengur betur að fjarlægja það með leysi. Leysir getur valdið litabreytingum í húðinni. Ef hárin eru fínleg og ljós þá gengur leysir ekki. Heilsuvernd á 7. hæð í Glæsibæ var að fá nýjan leysi til landsins, get hiklaust mælt með honum.
Gangi þér vel og bestu kveðjur,
Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir. Liggur þér eitthvað á hjarta. Smelltu HÉR og sendu inn spurningu.