Hugsanlega hægt að laga með deyfingu

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir svarar spurningum lesenda Smartlands Mörtu Maríu.
Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir svarar spurningum lesenda Smartlands Mörtu Maríu. mbl.is/Styrmir Kári

Þórdís Kjartansdóttir svarar spurningum lesenda Smartlands Mörtu Maríu. Hér er hún spurð að því hvort það sé hægt að laga skurð, sem er orðinn ljótur og ójafn.

Sæl Þórdís.

Ég fór í svuntuaðgerð hjá þér 2008 og er það langbesta ákvörðun sem ég hef tekið. Ég þurfti síðan að láta taka úr mér legið árið 2012 og þá skar sá læknir í sama skurð sem er nú orðinn ljótur og ójafn. Er þetta eitthvað sem hægt er að laga? Mikil aðgerð? Verð?

Bestu þakkir

Sæl og takk fyrir þetta.

Leitt að heyra að örið er orðið ljótt. Þetta er væntanlega hægt að laga, þarf bara að skoða og meta. Hugsanlega hægt að gera þetta í deyfingu. Hugsanlega hægt að biðja um greiðsluþáttöku hjá Tryggingastofnun.

Gangi þér vel og bestu kveðjur,

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir. Liggur þér eitthvað á hjarta? Sendu Þórdísi spurningu HÉR.

mbl.is