Segir ráðherra fara með rangt mál

Elisabeth Aspaker, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Elisabeth Aspaker, sjávarútvegsráðherra Noregs. Wikipedia/GAD

Elisa­beth Asp­a­ker, sjáv­ar­út­vegs­ráðherra Nor­egs, seg­ir að starfs­bróðir henn­ar, Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, fari með rangt mál í grein sem birt var í Morg­un­blaðinu eft­ir hann fyr­ir viku. Hún skrif­ar grein í Morg­un­blaðið í dag þar sem hún fer yfir sjón­ar­mið Norðmanna í mak­ríl­deil­unni.

„Vðbrögð hafa verið marg­háttuð og stund­um hef­ur verið tekið djúpt í ár­inni eft­ir að Norðmenn, Evr­ópu­sam­bandið og Fær­ey­ing­ar gerðu með sér þríhliða samn­ing um skipt­ingu mak­ríl­kvóta og um­sjón með stofn­in­um. Marg­ir hafa komið með óná­kvæm­ar full­yrðing­ar og sum­ar þeirra eru bein­lín­is rang­ar. Það á því miður líka við um grein koll­ega míns Sig­urðar Inga Jó­hanns­son­ar sjáv­ar­út­vegs­ráðherra í Morg­un­blaðinu á laug­ar­dag­inn var. Þess vegna er knýj­andi nauðsyn að greiða úr þeim mis­skiln­ingi sem til staðar er og að gera grein fyr­ir sjón­ar­miðum Norðmanna í mál­inu.

Því hef­ur í fyrsta lagi verið haldið fram að Norðmenn hafi aldrei viljað ganga til samn­inga við Íslend­inga og að við höf­um jafn­vel unnið að því að halda Íslend­ing­um utan við þá. Þetta er alrangt. Mark­mið okk­ar hef­ur þvert á móti verið það að ná samn­ing­um sem tryggja heild­stæða um­sjón með mak­ríl­stofn­in­um og sem því næðu til allra strand­ríkj­anna, Ísland er þar með talið. Í þríhliða samn­ingn­um er auk þess gert ráð fyr­ir aðkomu ann­ars strand­rík­is og það höf­um við tjáð Íslend­ing­um á ótví­ræðan hátt, bæði með bein­um sam­skipt­um við yf­ir­völd á Íslandi og með frétta­til­kynn­ing­um.

Hvorki við né aðrir erum þó til­bú­in til þess að ganga að samn­ing­um, hvað sem þeir kosta. Í huga norskra stjórn­valda er það lyk­il­atriði að skipt­ing sam­eig­in­legra stofna bygg­ist á viður­kennd­um meg­in­regl­um á borð við svæðaskipt­ingu til lengri tíma litið, fisk­veiðum í sögu­legu sam­hengi, vís­inda­leg­um grund­velli og gagn­kvæmri virðingu fyr­ir því að aðrir séu háðir veiðunum. Þetta eru for­send­urn­ar fyr­ir af­stöðu Norðmanna í samn­ingaviðræðunum. Við höf­um í ljósi þess­ara meg­in­reglna teygt okk­ur býsna langt í samn­ingaviðræðunum í vet­ur.

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son sjáv­ar­út­vegs­ráðherra seg­ir eft­ir­far­andi í grein sinni: „Staðreynd­ir máls­ins eru þær að mak­ríll geng­ur í ógn­ar­magni inn í ís­lenska lög­sögu, hér eru beit­ar­svæði hans, þyngd­ar­aukn­ing er gríðarleg og hann étur fæði frá öðrum stofn­um á okk­ar miðum með til­heyr­andi af­leiðing­um.“ Orðalag af þessu tagi gæti því miður auðveld­lega gefið ranga mynd af stöðunni. Íslend­ing­ar hafa meðal annarra tekið þátt í vís­inda­leiðöngr­um sem reynd­ar sýna að ákveðinn hluti mak­ríl­stofns­ins leit­ar inn í ís­lenska fisk­veiðilög­sögu og þess vegna eru Íslend­ing­ar nú viður­kennd­ir sem aðilar að mak­ríl­samn­ing­um strand­ríkja. Þó leita aðeins tæp­lega 20% stofns­ins inn í ís­lenska fisk­veiðilög­sögu og það aðeins nokkra mánuði á ári. Þetta þýðir að stofn­inn er á ís­lensku svæði sem nem­ur 5-6% á árs­grund­velli. Við höf­um samþykkt að fara langt fram úr þeim meg­in­regl­um, sem að jafnaði er miðað við hvað skipt­ingu varðar, til þess að reyna að ná sam­komu­lagi og því boðið Íslend­ing­um langt­um stærri hluta en flökku­mynst­ur stofns­ins ætti að segja til um. Í því ljósi er und­ar­legt að heyra því haldið fram að við vilj­um ekki semja við Íslend­inga.

Ég tek eft­ir því að Íslend­ing­ar hafa orðið fyr­ir von­brigðum vegna þess að ESB hafi rofið samn­ing sem þess­ir tveir aðilar gerðu um skipti og veiðikvóta. Þessi svo­nefndi „samn­ing­ur“ var gagn­kvæmt sam­komu­lag Íslend­inga og ESB sem var gert án þess að láta okk­ur vita og hefði mögu­lega getað haft al­var­leg áhrif á okk­ar hluta kvót­ans. Okk­ur bár­ust fyrst fregn­ir af þessu með upp­lýs­ing­um sem lekið var til fjöl­miðla. Í því sam­hengi er und­ar­legt að heyra að það séu Norðmenn sem hafi „leikið ljót­an leik“.

Grein Asp­a­ker er hægt að lesa í heild sinni í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: