Grandi tjáir sig ekki um mótmælin

Fjölmenni fylgdist með þegar fyrsti hvalurinn sem veiddur var í …
Fjölmenni fylgdist með þegar fyrsti hvalurinn sem veiddur var í atvinnuskyni hér við land í 20 ár var dreginn á land í Hvalfirðinum sumarið 2006. mbl.is/Rax

Vil­hjálm­ur Vil­hjálms­son, for­stjóri HB Granda, sér ekki ástæðu til að tjá sig í fjöl­miðlum um viðskipti við banda­ríska mat­væla­fyr­ir­tækið High Liner, sem legg­ur hart að Granda að slíta öll tengsl sín við hval­veiðar.

Í til­kynn­ingu á vef HB Granda, er haft eft­ir Vil­hjálmi að hluta­bréf fé­lags­ins gangi kaup­um og söl­um á markaði og úti­lokað sé fyr­ir fé­lagið að hlutast til um hvernig ein­stak­ir hlut­haf­ar hagi sín­um hög­um.

„Við erum sam­mála stjórn­völd­um í skyn­sam­legri nýt­ingu nátt­úru­auðlinda, en höf­um ekk­ert með það að gera hvaða starf­semi ein­stak­ir hlut­haf­ar kjósa að stunda eða stunda ekki,“ seg­ir Vil­hjálm­ur.

Hann seg­ir birgðir afurða fé­lags­ins í lág­marki og hef­ur ekki áhyggj­ur af sölu þeirra.

High Liner Foods til­kynnti fyr­ir helgi að það myndi ekki eiga frek­ari viðskipti við ís­lensk sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki, þar á meðal HB Granda, fyrr en öll tengsl væru slit­in við hval­veiðar. Þá óskaði fyr­ir­tækið eft­ir að Grandi skýrði tengsl sín við hval­veiðar.

HB Grandi slíti tengsl sín við hval­veiðar

mbl.is