Herferð gegn hvalveiðum Íslendinga

Auglýsingaherferð gegn hvalveiðum Íslendinga á strætisvögnum í Boston.
Auglýsingaherferð gegn hvalveiðum Íslendinga á strætisvögnum í Boston. Ljósmynd/Egill Almar

Stór­ar aug­lýs­ing­ar með slag­orðum gegn hval­veiðum Íslend­inga má nú sjá á stræt­is­vögn­um í Bost­on í Massachusetts í Banda­ríkj­un­um.

Fjöldi fé­laga­sam­taka um dýra­vernd hef­ur tekið hönd­um sam­an um að reka bar­áttu gegn hval­veiðum Íslend­inga og er hvatt til þess að ís­lenskt sjáv­ar­ang sé sniðgengið á meðan viðkom­andi út­flutn­ings­fyr­ir­tæki hafi tengsl við hval­veiðar.

Sam­tök á borð við Green­peace, Ani­mal Welfare Insitu­te og Whalem­an standa baki aug­lýs­inga­her­ferðinni. Aug­lýs­ing­arn­ar eru m.a. birt­ar á stræt­is­vagni sem geng­ur um miðborg Bost­on, milli alþjóðaflug­vall­ar­ins og South Stati­on, aðallest­ar­stöðvar borg­ar­inn­ar.

Rétt hjá á sömu lest­ar­stöð má svo sjá aug­lýs­ing­ar frá Icelanda­ir, að sögn Eg­ils Alm­ars Ágústs­son­ar, há­skóla­nema í Bost­on, sem átti ferð um lest­ar­stöðina í gær.

Íslenskt sjáv­ar­fang verði sniðgengið

„Veistu hver veiddi sjáv­ar­fangið þitt?“ er spurt á aug­lýs­inga­borðunum og vísað í vefsíðu her­ferðar­inn­ar, Don't Buy From Icelandic Whal­ers.

Þar eru Hval­ur hf., HB Grandi og Ice­land Sea­food In­ternati­onal nefnd sér­stak­lega sem fyr­ir­tæki sem verði að sniðganga þar sem þau teng­ist hval­veiðum Íslend­inga.

„Það eru bein tengsl milli ís­lenska hval­veiðiiðnaðar­ins og sterkra afla í ís­lensk­um sjáv­ar­út­vegi. Fisk­ur sem veidd­ur er við Ísland af fyr­ir­tækj­um með tengsl við hval­veiðar er flutt­ur til Banda­ríkj­anna, bæði beint og í gegn­um þriðja aðila,“ seg­ir á vefsíðu her­ferðar­inn­ar.

„Í Evr­ópu hafa fé­laga­sam­tök um dýra­vernd hvatt al­menn­ing til þess að kaupa ekki fisk af hval­veiðimönn­um, til að setja þrýst­ing á sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki og end­ur­söluaðila um að tryggja að þeir kaupi ekki af ís­lensk­um fyr­ir­tækj­um með tengsl við hval­veiðar. Við ætl­um nú að færa þessa bar­áttu til Banda­ríkj­anna.“

Sam­tök­in fagna því nú sér­stak­lega að banda­ríska fyr­ir­tækið High Liner Foods skuli hafa tekið það skref að hætta viðskipt­um við Granda nema tengsl­in við hval­veiðar verði slit­in.

Hafa ekki áhyggj­ur af söl­unni

HB Grandi sendi frá sér til­kynn­ingu í dag þar sem haft var eft­ir Vil­hjálmi Vil­hjálms­syni, for­stjóra HB Granda, að hann sjái ekki ástæðu til að tjá sig í fjöl­miðlum um málið.

Vil­hjálm­ur seg­ir birgðir afurða HB Granda í lág­marki og hef­ur ekki áhyggj­ur af sölu þeirra.

Sjá fyrri frétt­ir mbl.is um málið:

HB Grandi slíti tengsl sín við hval­veiðar

Grandi tjá­ir sig ekki um mót­mæl­in

Hvalskurður í Hvalfirði.
Hvalsk­urður í Hval­f­irði. mbl.is/​Rax
mbl.is

Bloggað um frétt­ina