Á afnotarétt til ársins 2018

Skeggjaði skipstjórinn er auðkenni High Liner Foods en fyrirtækið selur …
Skeggjaði skipstjórinn er auðkenni High Liner Foods en fyrirtækið selur framleiðslu sína undir nokkrum vörumerkjum.

Norður­am­er­íska mat­væla­fyr­ir­tækið High Liner Foods, sem hef­ur lýst því yfir að það muni ekki eiga frek­ari viðskipti við HB Granda vegna tengsla þess við hval­veiðar, á af­nota­rétt af vörumerk­inu Icelandic fram til hausts­ins 2018.

Vörumerkið, sem er talið vera eitt það verðmæt­asta sem ís­lensk­ur sjáv­ar­út­veg­ur hef­ur tekið þátt í að byggja upp, er í eigu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­is­ins Icelandic Group, en High Liner fékk hins veg­ar af­nota­rétt­inn af því þegar Icelandic Group seldi starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins í Banda­ríkj­un­um og Asíu í nóv­em­ber 2011. Kaup­and­inn var ein­mitt High Liner, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Í til­kynn­ingu frá Fram­taks­sjóðnum, eig­anda Icelandic Group, á sín­um tíma sagði að við sölu á starf­semi fé­lags­ins í Banda­ríkj­un­um hefði í hví­vetna verið „gætt hags­muna ís­lenskra fram­leiðenda“.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: