Hvað gera konur ef kinnarnar fara að síga?

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir svara spurningum lesenda Smartlands Mörtu Maríu.
Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir svara spurningum lesenda Smartlands Mörtu Maríu. mbl.is/Styrmir Kári

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea Medica svarar spurningum lesenda Smartlands Mörtu Maríu. Hér er hún spurð að því hvort hægt sé að laga kinnar sem eru farnar að síga:

Sæl Þórdís.

Ég er 35 ára og hef tekið eftir því að mér finnst kinnarnar vera aðeins farnar að síga við kjálkalínuna. Er eitthvað hægt að gera við þessu?

Með fyrirfram þökk.

Sæl og takk fyrir spurninguna.

Það er vissulega snemmt miðað við aldur. Þegar munnvikin byrja að síga og mynda sk. „ómöguleikasvip“ er hægt að gera það minna áberandi með fylliefnum. Þessi „ómöguleikasvipur“ heldur því miður áfram niður að kjálkalínunni og þá myndast poki þar. Það er hægt að elta „ellikerlingu“ með fylliefnum þangað til það dugar ekki lengur og þarf að framkvæma andlitslyftingu til þess að taka pokana. Mér finnst ótrúlegt miðað við þín 35 ár að þú sért komin með ójafna kjálkalínu. Fylliefni ættu að duga ef þú vilt láta lagfæra þetta.

Bestu kveðjur og gangi þér vel.

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir. Liggur þér eitthvað á hjarta? Sendu Þórdísi spurningu HÉR.

mbl.is