RÚV sagt þurfa að gera betur við landsbyggðina

Mikil þörf er talin vera á svæðisbundinni fjölmiðlun sérstaklega í …
Mikil þörf er talin vera á svæðisbundinni fjölmiðlun sérstaklega í aðdraganda sveitarstjórnakosninga. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri segir að RÚV verði að gera enn betur í að fjalla um málefni landsbyggðarinnar og að vænta megi áherslubreytinga með komandi hausti.

Hann útilokar ekki endurvakningu svæðisútvarpa sem lögð voru af árið 2010. „Skoða þarf alla möguleika auk þess sem við munum hlusta á vilja fólks úti á landi í takt við það sem við ráðum við,“ segir Magnús.

Í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag telur Hrafnkell Lárusson sagnfræðingur að þjónustuskerðing hafi orðið við landsbyggðina þegar svæðisútvörpin voru lögð niður en hann vinnur að rannsókn um svæðisbundna fjölmiðlun á Austurlandi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: