Jaðri við hryðjuverkastarfsemi

Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

Jón Gunn­ars­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, seg­ir að hót­an­ir nátt­úr­vernd­ar­sam­taka í garð skipa­fé­laga, sem flytja út hvala­af­urðir, jaðri við „hryðju­verk­a­starf­semi“. Þær séu að minnsta kosti mjög al­var­leg­ur róg­b­urður.

Hann gerði hval­veiðar að um­tals­efni á Alþingi í dag.

Eins og greint hef­ur verið frá ætl­ar norður­am­er­íska mat­væla­fyr­ir­tækið High Liner Foods ekki að eiga í viðskipt­um við ís­lensk sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki, þar á meðal HB Granda, fyrr en þau slíta öll­um tengsl­um sín­um við hval­veiðar.

Jón sagði að hræðslu­áróður hefði verið rek­inn, bæði hér­lend­is og er­lend­is, en að ár­ang­ur­inn hefði verið sá að lítið hefði gengið eft­ir. „Við höf­um séð hót­an­irn­ar sem við stönd­um nú frammi fyr­ir áður,“ sagði hann.

Hann rifjaði upp ýmis um­mæli og yf­ir­lýs­ing­ar sem ýmis sam­tök, bæði nátt­úru­vernd­ar­sam­tök og aðilar í ferðaþjón­ust­unni, létu falla þegar hval­veiðar voru leyfðar eft­ir margra ára hlé árið 2003. „Við stóðum hins veg­ar í lapp­irn­ar og héld­um okk­ar striki,“ sagði Jón.

Árang­ur­inn hefði síðan ekki látið á sér standa. Fjölg­un­in hefði verið gríðarleg í ferðaþjón­ust­unni, grein­ar inn­an ferðaþjón­ust­unn­ar, eins og hvala­skoðun, hefðu aldrei notið jafn­mik­illa vin­sælda og að lang­stærst­ur hluti veit­ingastaða hefði hval­kjöt á mat­seðlin­um sem út­lend­ing­ar borðuðu af bestu lyst.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina