Stefna að nánara samstarfi vegna EES

Vidar Helgesen, Evrópumálaráðherra Noregs, og Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra.
Vidar Helgesen, Evrópumálaráðherra Noregs, og Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra. Ljósmynd/Utanríkisráðuneytið

Gunn­ar Bragi Sveins­son ut­an­rík­is­ráðherra og Vi­dar Helgesen, Evr­ópu­málaráðherra Nor­egs, funduðu í Reykja­vík í dag. Fram kem­ur í frétta­til­kynn­ingu frá ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu að ráðherr­arn­ir hafi sam­mælst um að styrkja sam­vinnu ríkj­anna enn frek­ar í mál­efn­um Evr­ópska efna­hags­svæðis­ins. Þar á meðal með upp­lýs­inga­skipt­um, starfs­manna­skipt­um og nán­ara sam­ráði á öll­um sviðum sem varða samn­ing­inn.

„Íslensk og norsk stjórn­völd líta svo á að EES-samn­ing­ur­inn sé grund­völl­ur sam­starfs ríkj­anna við Evr­ópu­sam­bandið. Samn­ing­ur­inn greiði fyr­ir viðskipt­um, opni markaði og ýti und­ir hag­vöxt. Ráðherr­arn­ir lögðu áherslu á mik­il­vægi þess að all­ir aðilar samn­ings­ins gerðu sitt til að tryggja fram­kvæmd hans,“ seg­ir enn­frem­ur.

Rík­is­stjórn­ir land­anna hafi tekið upp breytta stefnu í Evr­ópu­mál­um frá því að þær tóku við völd­um á síðasta ári og á fund­in­um hafi ráðherr­arn­ir rætt um þá mögu­leika og áskor­an­ir sem fæl­ust í EES-sam­vinn­unni. „Þeir lögðu áherslu á að vinna sam­an að úr­bót­um, einkum varðandi upp­töku reglu­verks í EES-samn­ing­inn og lög­gjöf land­anna, svo að tryggja mætti áfram jafn­an markaðsaðgang í Evr­ópu fyr­ir ís­lensk og norsk fyr­ir­tæki. Stjórn­völd í báðum lönd­um hyggj­ast grípa til aðgerða til að tryggja hraðari inn­leiðingu.“

Þá hafi ráðherr­arn­ir verið sam­mála um að það væri for­gangs­verk­efni að taka þátt í ákv­arðana­ferli ESB þegar sam­bandið ræddi nýja lög­gjöf varðandi innri markaðinn og þar með EES. „Þá væri báðum þjóðum mik­il­vægt að nýta sem best þá mögu­leika sem fæl­ust í þátt­töku í ESB-verk­efn­um á sviði rann­sókna, ný­sköp­un­ar, mennt­un­ar o.fl.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina