Ýta málinu fram yfir kosningar

Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Alþingi
Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Alþingi mbl.is/Ómar Óskarsson

Fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráðherra seg­ir rík­is­stjórn­ina ætla að ýta til­lögu nú­ver­andi ut­an­rík­is­ráðherra um að draga til baka aðild­ar­um­sókn Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu fram yfir sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar. Hann seg­ir þvert á móti æski­legt að klára málið fyr­ir kosn­ing­ar og þá helst með því að draga til­lög­una til baka.

Össur Skarp­héðins­son, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráðherra, gerði málið að um­tals­efni und­ir liðnum störf þings­ins. Hann seg­ir að til­laga ut­an­rík­is­ráðherra slíti þjóðina í sund­ur og að 53 þúsund manns hafi skrifað und­ir þá kröfu að hald­in verði þjóðar­at­kvæðagreiðsla um áfram­hald viðræðna við Evr­ópu­sam­bandið. Það séu fleiri en kusu Sjálf­stæðis­flokk­inn í síðustu alþing­is­kosn­ing­um.

Hann sagði rík­is­stjórn­ina ekk­ert læra af und­ir­skrifta­söfn­un­inni eða því að þúsund­ir manna mæti reglu­lega fyr­ir fram­an Alþingi Íslend­inga til að styðja við kröf­una. Stjórn­ar­liðar séu aft­ur á móti að sam­ein­ast um að taka málið ekki til af­greiðslu fyrr en eft­ir sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar.

Össur sagði að vel væri hægt að ræða málið eft­ir páska og þá myndi rík­is­stjórn­in þurfa að standa fyr­ir því að svíkja lof­orð sín eða draga til­lög­una til baka. Hann skoraði því næst á ut­an­rík­is­ráðherra að draga til­lögu sína til baka.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina