Eignarhaldið á HB Granda skiptir ekki máli

High Liner segist hafa upplýsingar um að HB Grandi hafi …
High Liner segist hafa upplýsingar um að HB Grandi hafi nýtt vinnsluhúsnæði sitt til að vinna hvalaafurðir. Þorvaldur Örn Kristmundsson

Eign­ar­hald á HB Granda hafði ekki áhrif á ákvörðun High Liner Foods um að hætta viðskipt­um við fyr­ir­tækið, held­ur seg­ist High Liner hafa upp­lýs­ing­ar um að HB Grandi hafi notað vinnslu­hús­næði sitt til vinnslu á hvalaf­urðum. Seg­ir fyr­ir­tækið það vera and­stætt stefnu sinni að eiga viðskipti við fyr­ir­tæki sem stundi hval­veiðar eða vinnslu á hvalaf­urðum. Þetta kem­ur fram í svari fyr­ir­tæk­is­ins við spurn­ing­um mbl.is, en þar er jafn­framt greint frá því að von­ast sé til þess að HB Grandi verði aft­ur í hópi viðskipta­vina High Liner um leið og aðstæður breyt­ist.

High Liner er með af­nota­rétt á vörumerk­inu Icelandi Sea­food í Norður-Am­er­íku og í svar­inu seg­ir að það sé í þágu þess að vernda vörumerkið sem ákvörðunin um að hætta viðskipt­um við HB Granda hafi verið tek­in. Seg­ir þar að ákvöðunin hafi því verið viðleitni um að standa vörð um hags­muni ís­lensks sjáv­ar­út­vegs en ekki at­laga gegn hon­um. Fyr­ir­tækið ætl­ar áfram að kaupa vör­ur frá öðrum ís­lensk­um fram­leiðend­um, en High Liner kaup­ir frá 15 fyr­ir­tækj­um hér á landi.

Svarið má í heild sinni lesa hér að neðan, en það er sent á ís­lensku frá High Liner Foods.

„Í til­efni frétta­flutn­ings um þá ákvörðun High Liner Foods, Inc. að hætta viðskipt­um við HB Granda hf. þar til fyr­ir­tækið hef­ur látið af tengsl­um sín­um við vinnslu á hvalaf­urðum vill High Liner Foods koma eft­ir­greindu á fram­færi:

Fyr­ir High Liner Foods er markaðssetn­ing og aukn­ing á sölu á ís­lensk­um fiskaf­urðum í Norður-Am­er­íku und­ir vörumerk­inu Icelandic Sea­food mik­il­væg­ur þátt­ur í starf­sem­inni. Það er í þágu þess verk­efn­is og al­mennra hags­muna ís­lenskra fisk­fram­leiðenda sem leit­ast er við að vernda orðspor vörumerk­is­ins og hags­muni þeirra viðskipta­vina High Liner Foods sem kaupa ís­lenska vöru. Ákvörðunin um viðskipt­in við HB Granda er ná­tengd þeirri viðleitni og því varðstaða um hags­muni ís­lensks sjáv­ar­út­vegs en ekki at­laga að hon­um. Eng­in breyt­ing er fyr­ir­huguð á kaup­um High Liner Foods frá öðrum ís­lensk­um fram­leiðend­um sem eru um fimmtán tals­ins og von­ast er til þess að HB Grandi verði í þeirra hópi á nýj­an leik um leið og aðstæður til þess hafa skap­ast.

Þessi ákvörðun teng­ist eng­an veg­inn eign­ar­haldi í HB Granda hf eins og haldið hef­ur verið fram. Hið rétta er að High Liner Foods, eins og fjöldi viðskipta­vina High Liner Foods í Norður-Am­er­íku, fékk ný­lega upp­lýs­ing­ar um að vinnslu­hús­næði HB Granda hefði verið notað til vinnslu á hvalaf­urðum. High Liner Foods styður ekki hval­veiðar í at­vinnu­skyni og það er and­stætt stefnu fyr­ir­tæk­is­ins að eiga viðskipti við fyr­ir­tæki sem stunda hval­veiðar og/​eða vinnslu og sölu á hvalaf­urðum. High Liner Foods er skráð fyr­ir­tæki á opn­um hluta­bréfa­markaði og hef­ur skyld­um að gegna gagn­vart eig­end­um sín­um og viðskipta­vin­um. Á meðal þeirra er að fram­fylgja samþykktri um­hverf­is­stefnu fé­lags­ins og vinnu­regl­um um birgja fé­lags­ins. Afstaða High Liner Foods gagn­vart tengsl­um birgja sinna við hval­veiðar er óháð því hvar þeir eru staðsett­ir í heim­in­um og á eng­an hátt sér­tæk fyr­ir Ísland.“

Skeggjaði skipstjórinn er auðkenni High Liner Foods en fyrirtækið selur …
Skeggjaði skip­stjór­inn er auðkenni High Liner Foods en fyr­ir­tækið sel­ur fram­leiðslu sína und­ir nokkr­um vörumerkj­um.
mbl.is